Í samræmi við samkomulag Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH) og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins verður spítalinn ábyrgur fyrir starfrækslu sjúkrahótels frá og með 1. janúar 2005. Síðastliðna þrjá áratugi hefur Rauði kross Íslands staðið að rekstri sjúkrahótels, nú síðast í samvinnu við Fosshótel og LSH. Rauði krossinn ákvað nýlega að selja Fosshótelum húseign sína við Rauðarárstíg 18 og beina kröftum sínum að öðrum framfaramálum eftir langan og farsælan rekstur sjúkrahótela sem vitnaði um mikla framsýni í þeim efnum og margir landsmenn nutu góðs af.
LSH hefur gengið til samninga við Fosshótel um áframhaldandi samstarf um rekstur sjúkrahótels samkvæmt þjónustusamningi sem undirritaður var við Fosshótel Lind fimmtudaginn 23. desember 2004 og staðfestur af Jóni Kristjánssyni heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Samningur er til 5 ára og væntir Landspítali - háskólasjúkrahúss mikils af samvinnu við Fosshótel um rekstur sjúkrahótelsins.
Sjúkrahótel er hugsað sem úrræði fyrir einstaklinga sem þurfa heilsu sinnar eða aðstandenda vegna að dvelja fjarri heimabyggð vegna rannsókna og meðferða auk þess sem sjúkrahótel nýtist þeim sem dvalið hafa á sjúkrahúsi sem liður í frekari endurhæfingu og bata. Auk almennrar hótelþjónustu er gestum veittur stuðningur og ráðgjöf vegna heilsufarsvanda og þeim liðsinnt við að sækja heilbrigðisþjónustu. Dvöl er háð tilvísun lækna og hjúkrunarfræðinga á LSH eða heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni.
Mynd: Samningar undirritaðir á Fosshóteli Lind að morgni Þorláksmessu. Renato Grünenfelder framkvæmdastjóri
Fosshótela, Signý Guðmundsdóttir stjórnarformaður Fosshótela, Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og Jóhannes M. Gunnarsson
forstjóri LSH.
LSH hefur gengið til samninga við Fosshótel um áframhaldandi samstarf um rekstur sjúkrahótels samkvæmt þjónustusamningi sem undirritaður var við Fosshótel Lind fimmtudaginn 23. desember 2004 og staðfestur af Jóni Kristjánssyni heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Samningur er til 5 ára og væntir Landspítali - háskólasjúkrahúss mikils af samvinnu við Fosshótel um rekstur sjúkrahótelsins.
Sjúkrahótel er hugsað sem úrræði fyrir einstaklinga sem þurfa heilsu sinnar eða aðstandenda vegna að dvelja fjarri heimabyggð vegna rannsókna og meðferða auk þess sem sjúkrahótel nýtist þeim sem dvalið hafa á sjúkrahúsi sem liður í frekari endurhæfingu og bata. Auk almennrar hótelþjónustu er gestum veittur stuðningur og ráðgjöf vegna heilsufarsvanda og þeim liðsinnt við að sækja heilbrigðisþjónustu. Dvöl er háð tilvísun lækna og hjúkrunarfræðinga á LSH eða heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni.
Mynd: Samningar undirritaðir á Fosshóteli Lind að morgni Þorláksmessu. Renato Grünenfelder framkvæmdastjóri
Fosshótela, Signý Guðmundsdóttir stjórnarformaður Fosshótela, Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og Jóhannes M. Gunnarsson
forstjóri LSH.