Breytingar verða á nokkrum liðum í gjaldskrá LSH 1. janúar 2005 vegna nýrrar reglugerðar um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Um er að ræða hækkun á gjöldum vegna heimsókna á slysadeildir sjúkrahúsa, á almennu gjaldi sjúkratryggðra fyrir keiluskurðaðgerðir og á gjaldi fyrir hjartaþræðingu.
Framkvæmdastjórn LSH ákvað einnig á fundi sínum 14. desember 2004 nokkrar breytingar á gjaldskrám sem eru ekki bundnar reglugerðarákvæðum. Hækkunin nemur að jafnaði um þremur prósentum. Þannig hækka gjaldskrár bókasafns- og upplýsingamiðstöðvar, Hreiðursins, Rannsóknastofu í réttarlæknisfræði og gjaldskrá sjúkraþjálfunar vegna greiningartækja. Svipuð hækkun verður einnig á gjaldskrá fyrir sérfræðingavinnu vegna ráðgjafar og kennslu..
Gjaldskrá Landspítala - háskólasjúkrahúss á upplýsingavef LSH hefur verið uppfærð samkvæmt þessum breytingum.
Framkvæmdastjórn LSH ákvað einnig á fundi sínum 14. desember 2004 nokkrar breytingar á gjaldskrám sem eru ekki bundnar reglugerðarákvæðum. Hækkunin nemur að jafnaði um þremur prósentum. Þannig hækka gjaldskrár bókasafns- og upplýsingamiðstöðvar, Hreiðursins, Rannsóknastofu í réttarlæknisfræði og gjaldskrá sjúkraþjálfunar vegna greiningartækja. Svipuð hækkun verður einnig á gjaldskrá fyrir sérfræðingavinnu vegna ráðgjafar og kennslu..
Gjaldskrá Landspítala - háskólasjúkrahúss á upplýsingavef LSH hefur verið uppfærð samkvæmt þessum breytingum.