Rannsóknarstofnun LSH, Rannsóknarstofa í meinafræði og Blóðbankinn sameinast í einu rannsóknarsviði frá og með 1. febrúar 2005. Þetta var staðfest á fundi stjórnarnefndar Landspítala - háskólasjúkrahúss fimmtudaginn 13. janúar en framkvæmdastjórn mælti með sameiningunni. Til grundvallar þessari samþykkt lá, auk samþykktar framkvæmdastjórnar um málið, skýrsla um sameiningu rannsóknarstarfseminnar sem unnin var á haustdögum. Jafnframt var málið sent til umsagnar læknaráðs LSH.
Í fyrrgreindri skýrslu var lögð áhersla á að mikilvæg forsenda fyrir því að sameina rannsóknarstarfsemina væri að bæta úr erfiðum húsnæðisvanda sem hún glímir við. Í samþykkt framkvæmdastjórnar kemur meðal annars fram að sameining og samþætting starfseminnar sé nauðsynleg forsenda fyrir skynsamlegri hönnun á framtíðarhúsnæði. Framkvæmdastjórn muni einnig láta skoða hvort unnt sé að setja rannsóknarhús framar í forgangsröðun framkvæmda og hvort bygging þess samhliða fyrsta áfanga nýja spítalans sem nær til bráðastarfseminnar sé möguleg.
Stjórnarnefnd staðfesti einnig á fundi sínum tillögu framkvæmdastjórnar um að unnið yrði áfram eftir hugmyndafræði bráðalækninga, eins og fram kemur í skýrslu starfshóps er fjallaði um málið í haust. Starfsemi gæsludeildar í Fossvogi verður skoðuð í tengslum við húsnæðisbreytingar á slysadeild.
Í fyrrgreindri skýrslu var lögð áhersla á að mikilvæg forsenda fyrir því að sameina rannsóknarstarfsemina væri að bæta úr erfiðum húsnæðisvanda sem hún glímir við. Í samþykkt framkvæmdastjórnar kemur meðal annars fram að sameining og samþætting starfseminnar sé nauðsynleg forsenda fyrir skynsamlegri hönnun á framtíðarhúsnæði. Framkvæmdastjórn muni einnig láta skoða hvort unnt sé að setja rannsóknarhús framar í forgangsröðun framkvæmda og hvort bygging þess samhliða fyrsta áfanga nýja spítalans sem nær til bráðastarfseminnar sé möguleg.
Stjórnarnefnd staðfesti einnig á fundi sínum tillögu framkvæmdastjórnar um að unnið yrði áfram eftir hugmyndafræði bráðalækninga, eins og fram kemur í skýrslu starfshóps er fjallaði um málið í haust. Starfsemi gæsludeildar í Fossvogi verður skoðuð í tengslum við húsnæðisbreytingar á slysadeild.