Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun, þriðjudaginn 18. janúar 2005, að heimila Landspítala - háskólasjúkrahúsi að auglýsa skipulagssamkeppni um hönnun nýs spítala. Enn fremur að vinna að frekari undirbúningi að byggingu nýs spítala. Framkvæmdasýsla ríkisins mun á morgun, fyrir hönd spítalans, senda inn tilkynningu á Evrópska efnahagssvæðið um samkeppnina. Samkeppnin er í tveimur þrepum. Fyrra þrepið er forval þar sem valdir eru sjö hönnunarhópar sem síðan keppa um hönnun nýja spítalans. Því þrepi lýkur í byrjun apríl og hefst þá seinna þrepið sem er hin eiginlega samkeppni. Niðurstaða dómnefndar á að liggja fyrir í lok september í haust og þá verða tillögur kynntar.
Skipulagssamkeppni um hönnun nýs spítala heimiluð
Ríkisstjórnin hefur veitt Landspítala - háskólasjúkrahúsi heimild til að hefja skipulagssamkeppni um byggingu nýs spítala.