Tveir starfsmenn Landspítala - háskólasjúkrahúss og Háskóla Íslands fengu tvo af fjórum "öndvegisstyrkjum" sem komu til úthlutunar hjá Rannsóknasjóði 15. janúar 2005.
Bjarni Þjóðleifsson yfirlæknir og prófessor
Áhrif sýkingarálags og bólgu á æða- og lungnasjúkdóma og ofnæmi -10 milljónir króna.
Einar Stefánsson forstöðumaður fræðasviðs og prófessor
Súrefnismælingar í augnbotnum - 6 milljónir króna.
Margir starfsmenn á LSH eru einnig meðal þeirra sem fengu að þessu sinni úthlutað verkefnis- og rannsóknastöðustyrkjum Rannsóknasjóðs 2005.