Magnús Ólafsson hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðinn til að gegna starfi hjúkrunardeildarstjóra á deild 26 á geðsviði frá og með 1. mars 2005.
Deild 26 er endurhæfingardeild með áherslu á félagslega endurhæfingu og búsetuþjálfun og fer starfsemi hennar fram á Laugarásvegi 71 og á Reynimel 55. Ráðning Magnúsar er á grundvelli umsóknar um stöðuna, viðtals við sviðsstjóra hjúkrunar geðsviðs og hjúkrunarforstjóra LSH.
Magnús Ólafsson lauk BSc prófi í hjúkrun frá Háskóla Íslands í október 1981. Árið 2002 lauk hann MSc gráðu frá University of Manchester. Megináherslur í meistaranáminu voru á aðferðafræði rannsókna og stjórnun og fjallaði lokarannsóknin um leiðtogahlutverk og ber titilinn "The element of strengths in leadership performance". Magnús hefur sótt ýmis námskeið tengd starfi sínu.
Magnús hefur yfir 20 ára starfsreynslu á geðsviði LSH. Einnig hefur hann unnið á barnasviði en þar var hann sviðsstjóri hjúkrunar frá 1. júní 2002 til 30. september 2004. Að auki hefur hann verið lektor í hlutastarfi við heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri frá því 1995.
Deild 26 er endurhæfingardeild með áherslu á félagslega endurhæfingu og búsetuþjálfun og fer starfsemi hennar fram á Laugarásvegi 71 og á Reynimel 55. Ráðning Magnúsar er á grundvelli umsóknar um stöðuna, viðtals við sviðsstjóra hjúkrunar geðsviðs og hjúkrunarforstjóra LSH.
Magnús Ólafsson lauk BSc prófi í hjúkrun frá Háskóla Íslands í október 1981. Árið 2002 lauk hann MSc gráðu frá University of Manchester. Megináherslur í meistaranáminu voru á aðferðafræði rannsókna og stjórnun og fjallaði lokarannsóknin um leiðtogahlutverk og ber titilinn "The element of strengths in leadership performance". Magnús hefur sótt ýmis námskeið tengd starfi sínu.
Magnús hefur yfir 20 ára starfsreynslu á geðsviði LSH. Einnig hefur hann unnið á barnasviði en þar var hann sviðsstjóri hjúkrunar frá 1. júní 2002 til 30. september 2004. Að auki hefur hann verið lektor í hlutastarfi við heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri frá því 1995.