1. Forstjóri LSH skipar sjö fulltrúa í vísindaráði LSH og jafn marga til vara. Þeir skulu allir vera starfsmenn sjúkrahússins. Forstjóri skipar jafnframt einn þessara sjö fulltrúa til að vera formaður ráðsins.
2. Fulltrúar eru skipaðir til setu í ráðinu til fjögurra ára í senn. Til að tryggja samfellu þekkingar og yfirsýn um fyrri málefni skulu þó við fyrstu skipan þrír fulltrúar skipaðir til tveggja ára. Fulltrúar vísindaráðs skulu ekki starfa innan framkvæmdastjórnar spítalans. Þeir skulu ekki vera starfsmenn skrifstofu kennslu, vísinda og þróunar (SKVÞ) eða sviðsstjórar á LSH.
3. Eftirtaldir aðilar tilnefni fulltrúa í ráðið:
a. Læknaráð LSH tilnefni einn fulltrúa
b. Forstöðumenn fræðisviða í læknisfræði tilnefni tvo fulltrúa
c. Hjúkrunarráð LSH tilnefni einn fulltrúa
d. Forstöðumenn fræðasviða í hjúkrunarfræði tilnefni einn fulltrúa
e. Framkvæmdastjórn tilnefni tvo fulltrúa og og tryggi þá aðkomu vísindamanna annarra stétta en lækna og hjúkrunarfræðinga.
4. Yfirlæknir vísinda- og rannsóknarþjónustu SKVÞ sitji þá fundi vísindaráðs sem ráðið ákveður og starfi með ráðinu við skipulagningu vísindamála á LSH, eftir því sem þurfa þykir.
Landspítala - háskólasjúkrahúsi
15. mars 2005,
..............................................................................................
Jóhannes M. Gunnarsson forstjóri
15. mars 2005,
..............................................................................................
Jóhannes M. Gunnarsson forstjóri