Á starfsdögum sviðsstjóra klínískra sviða, yfirlækna og hjúkrunardeildarstjóra nýlega voru m.a. kynningar á þáttum er varða skipulag nýs spítala við Hringbraut og nýjum hugmyndum í byggingu sjúkrahúsa. Almenn ánægja var með erindin þar og eftir fundina hefur verið sýndur áhugi á því að þessum upplýsingum verði komið á framfæri sem víðast á spítalanum með kynningarfundum. Framkvæmdastjórn vill gjarnan uppfylla þær óskir. Æskilegt er að yfirlæknar og deildarstjórar skipuleggi sameiginlega slíka fundi í samráði við klíníska sviðsstjóra og komi beiðni um þá til Ólafar Ernu Adamsdóttur á skrifstofu forstjóra, oloferna@landspitali.is.
Fyrsti kynningarfundurinn var á Landspítala Grensási í hádeginu mánudaginn 11. apríl 2005. Ingólfur Þórisson framkvæmdastjóri tækni og eigna og Torfi Magnússon ráðgjafi forstjóra höfðu framsögu á fundinum.