Háskóli Íslands veitti 13 starfsmönnum á LSH akademíska nafnbót við athöfn í hátíðarsal Háskóla Íslands fimmtudaginn 6. apríl 2005. Páll Skúlason rektor afhenti þar skírteini til staðfestingar nafnbótinni sem öll voru frá læknadeild. Slíkar nafnbætur voru í fyrsta skipti veittar í október síðastliðnum á grundvelli samstarfssamnings H.Í. og LSH og reglum um viðurkenningu skólans á akademísku hæfi starfsmanna á LSH og veitingu akademískrar nafnbótar. Akademísk nafnbót fæst á grundvelli mats og fer eftir því hversu vel viðkomandi stenst hæfniskröfur sem gerðar eru til starfsheita háskólakennara. Sá sem uppfyllir lágmarksskilyrði fær nafnbótina klínískur lektor en sá sem uppfyllir frekari skilyrði á kost á nafnbótinni klínískur dósent. Sá sem stenst ítrustu kröfur sem gerðar eru innan háskólasamfélagsins og uppfyllir aukin menntunarskilyrði á möguleika á nafnbótinni klínískur prófessr.
Klínískur prófessor
Rósa Björk Barkardóttir
Klínískur dósent
Aðalgeir Arason, Árni Jón Geirsson, Engilbert Sigurðsson, Hróðmar Helgason, Jón Snædal, Margrét Birna Andrésdóttir, Margrét Árnadóttir, Ólafur Kjartansson, Páll Helgi Möller, Þórður Þórkelsson, Þórólfur Guðnason,
Klínískur lektor
Sigurveig Þóra Sigurðardóttir
.
Klínískur prófessor
Rósa Björk Barkardóttir
Klínískur dósent
Aðalgeir Arason, Árni Jón Geirsson, Engilbert Sigurðsson, Hróðmar Helgason, Jón Snædal, Margrét Birna Andrésdóttir, Margrét Árnadóttir, Ólafur Kjartansson, Páll Helgi Möller, Þórður Þórkelsson, Þórólfur Guðnason,
Klínískur lektor
Sigurveig Þóra Sigurðardóttir
.