Sýningin List og iðja er uppi á göngum Landspítala Hringbraut þar sem allir geta skoðað hana. Þar er sýndur fjöldi myndverka eftir sjúklinga sem verið hafa í iðjuþjálfun, listmeðferð eða annarri myndsköpun á spítalanum. Sýningin er á göngum allt frá Barnaspítala Hringsins að Kringlunni sem er um tvö hundruð metra leið. Sýningin hefur vakið athygli og hlotið mikið lof. Hún var opnuð í anddyri barnaspítalans laugardaginn 7. maí 2005. Myndbandsupptaka frá þeirri athöfn er komin á vefinn, hægt er að skoða hana með því að smella hér og veljið View: List og idja.
ATH. Til þess að skoða myndbandið þarf spilarann Media player, útgáfu 9 eða nýrri. (myndband vantar)
Mynd: Hólmfríður Agnarsdóttir klippir á borðann og opnar sýninguna en hún á þar tréskurðarmuni.