"Viðhorf og vísindi eftir 25 ára útlegð í London" er yfirskrift gestafyrirlesturs Ingvar Bjarnasonar prófessors í Lundúnum (f. 1951) á samkomu í Hringsal á Landspítala - háskólasjúkrahúsi fimmtudaginn 12. maí 2005. Fyrirlesturinn er liður í Vísindum á vordögum, árlegri kynningu á vísindastarfsemi á LSH, sem stendur frá kl. 13:00 til 16:00.
Ingvar útskrifaðist frá læknadeild H.Í. árið 1977, lauk meistaragráðu í lífefnafræði frá Lundúnaháskóla 1983 og doktorsgráðu frá læknadeildinni hér 1986. Doktorsritgerð hans fjallaði um aðferðir til að meta starfsemi mjógirnis.
Ingvar hefur búið í Bretlandi í 25 ár og lagt stund á kennslu og rannsóknir við fremstu háskóla- og vísindastofnanir. Enginn íslenskur læknir hefur gefið út jafn margar vísindagreinar og fengið jafn margar tilvitnanir í greinar sínar í ritrýndum (ISI) vísindatímaritum. Ingvar hefur gefið út 133greinar, 95 bókarkafla og ritstjórnargreinar og 209 útdrætti og bréf. Tilvitnanir í verk hans í Science Citation Index eru samtals 6400 og þar af eru 3800 tilvitnanir í greinar þar sem hann er fyrsti höfundur.
Rannsóknir Ingvars hafa verið á sviði lyflækninga og meltingarsjúkdóma. Hann hefur fengist við rannsóknir á bólgusjúkdómum í þörmum og einnig stundað rannsóknir á gömlum og nýjum gigtarlyfjun í mönnum og músum. Ingvar lýsti árið 1993 nýjum sjúkdómi í mjógirni sem hlaut nafnið Bjarnason´s Disease.
Ingvar Bjarnason hlaut æðstu verðlaun British Society of Gastroenterology árið 1991 og hann hlaut einnig æðstu lærdómsgráðu Lundúnaháskóla 1997, Doctor of Science. Hann hefur verið prófessor í meltingarsjúkdómum við Guy´s, Kings and St. Thomas´ læknaskólann í Lundúnum frá árinu 1999.
Ingvar útskrifaðist frá læknadeild H.Í. árið 1977, lauk meistaragráðu í lífefnafræði frá Lundúnaháskóla 1983 og doktorsgráðu frá læknadeildinni hér 1986. Doktorsritgerð hans fjallaði um aðferðir til að meta starfsemi mjógirnis.
Ingvar hefur búið í Bretlandi í 25 ár og lagt stund á kennslu og rannsóknir við fremstu háskóla- og vísindastofnanir. Enginn íslenskur læknir hefur gefið út jafn margar vísindagreinar og fengið jafn margar tilvitnanir í greinar sínar í ritrýndum (ISI) vísindatímaritum. Ingvar hefur gefið út 133greinar, 95 bókarkafla og ritstjórnargreinar og 209 útdrætti og bréf. Tilvitnanir í verk hans í Science Citation Index eru samtals 6400 og þar af eru 3800 tilvitnanir í greinar þar sem hann er fyrsti höfundur.
Rannsóknir Ingvars hafa verið á sviði lyflækninga og meltingarsjúkdóma. Hann hefur fengist við rannsóknir á bólgusjúkdómum í þörmum og einnig stundað rannsóknir á gömlum og nýjum gigtarlyfjun í mönnum og músum. Ingvar lýsti árið 1993 nýjum sjúkdómi í mjógirni sem hlaut nafnið Bjarnason´s Disease.
Ingvar Bjarnason hlaut æðstu verðlaun British Society of Gastroenterology árið 1991 og hann hlaut einnig æðstu lærdómsgráðu Lundúnaháskóla 1997, Doctor of Science. Hann hefur verið prófessor í meltingarsjúkdómum við Guy´s, Kings and St. Thomas´ læknaskólann í Lundúnum frá árinu 1999.