Viðurkenning fyrir löng og farsæl vísindastörf
Hringsalur 12. maí 2005
-Samantekt Gísla Einarssonar framkvæmdastjóra kennslu, vísinda og þróunar við afhendingu heiðursviðurkenningar
Helgi Þröstur Valdimarsson fæddist í Reykjavík 16. september 1936.
Hann lauk stúdendsprófi úr stærðfræðideild M.A. 1956 og embættisprófi frá læknadeild Háskóla Íslands 1964.
Helgi starfaði sem aðstoðarlæknir, aðallega á Landspítalanum frá læknaprófi og þar til hann hélt til framhaldsnáms í Bretlandi 1968. Á þeim tíma var hann "héraðslæknir" fyrir Vestur-Húnavatnssýslu í 15 mánuði árin 1965 - 1966.
Snemma beygðist krókurinn því Helgi útbjó þá "vandaliðað" sjúkraskrárkerfi sem var þannig úr garði gert að hægt var að greina umfang og eðli viðfangsefna héraðslækna í dreifbýli eins og það var á þessum árum. Birti hann niðurstöður þessarar greiningar í tveimur greinum í Læknablaðinu árið 1969.
Helgi hóf sérnám í lyflæknisfræði og ónæmisfræði við Royal Postgraduate Medical School (RPGMS) í London árið 1969 samhliða rannsóknaverkefni sem fólst í því að leita að ónæmisbilun í sjúklingum með þrálátar sýkingar af völdum tækifærissýkilsins Candida albicans. Niðurstöður þessara rannsókna birtust í nokkrum greinum m.a. í Lancet og Cellular Immunology. Vitnað hefur verið samtals 413 sinnum í þessar greinar og sumar þeirra eru ennþá virkar að þessu leyti. Helgi hlaut sérfræðileyfi í ónæmisfræði 1975.Á náms- og þjálfunarárum Helga í London má nefna það helst að hann var;
-Registrar og Research Fellow, við meinefnafræðideild Hammersmith Hospital, Royal Postgraduate Medical School í London, des. 1968 - okt. 1970.
-Registrar og Research Fellow, við lyflækningadeild Hammersmith Hospital, Royal Postgraduate Medical School í London, okt. 1970 - okt. 1971.
-Lecturer og Wellcome Research Fellow, við ónæmisfræðideild Hammersmith Hospital, Royal Postgraduate Medical School í London, okt. 1971 - mars 1975.
-Senior Lecturer og Consultant Immunologist, St. Mary"s Hospital Medical School í London, apríl 1975 - júní 1981.
Helgi var ráðinn í lektorsstöðu í lyflækningum og ónæmisfræði við Royal Postgraduate Medical School í London árið 1972. Beindust rannsóknir hans þá aðallega að áhrifum mislingaveiru á ónæmiskerfið þ.m.t. veilu í ónæmiskerfi sjúklinga sem fengu sjaldgæfa og síðbúna heilabólgu af völdum þessarar veiru. Einnig beindist rannsóknin að því hvort mislingaveira tengdist á einhvern hátt orsökum heila- og mænusiggs (MS).
Þessar rannsóknir leiddu m.a. í ljós að mislingaveiran getur sýkt T eitilfrumur líkamans og þar með valdið verulegri veiklun á frumubundnum ónæmisvörnum. Þessi uppgötvun skýrir m.a. hvers vegna margir dóu áður fyrr úr sýkingum í kjölfar mislinga. Niðurstöður þessara rannsókna voru m.a. kynntar með grein í Nature sem hefur verið vitnað til meira en 100 sinnum.
Árið 1975 var Helgi ráðinn í stöðu yfirlæknis og dósents við St. Mary´s sjúkrahúsið í London. Þetta var ný staða sem var stofnuð til þess að setja á laggirnar sérstaka deild í læknisfræðilegri ónæmisfræði við sjúkrahúsið. Helgi gegndi þessari stöðu til ársins 1981 þegar hann flutti til Íslands til þess að byggja upp ónæmisfræðideild fyrir Landspítalann og læknadeild Háskóla Íslands. Á þeim sex árum sem Helgi starfaði á St. Mary´s sjúkrahúsinu var hann m.a. leiðbeinandi fjögurra doktorsnema. Rannsóknir þeirra leiddu til birtingar á 12 greinum sem vitnað hefur verið til 432 sinnum, eða að meðaltali um 36 sinnum í hverja grein.
Enn fremur hóf Helgi samstarf við prófessor Lionel Fry húðsjúkdómalækni um rannsóknir á orsökum psoriasis. Þessar rannsóknir leiddu til þeirrar niðurstöðu að psoriasis er sjálfsofnæmissjúkdómur sem orsakast af því að T eitilfrumur ónæmiskerfisins ráðast á hornfrumur húðarinnar. Samstarf Helga og próf. Fry hélt áfram eftir að Helgi flutti til Íslands. Milli 1984 og 1989 birtust niðurstöður þessara rannsókna í átta tímaritsgreinum sem vitnað hefur verið til um 900 sinnum eða að meðaltali meira en 100 sinnum í hverja grein.
Helgi varð prófessor í ónæmisfræði við læknadeild Háskóla Íslands 1981 eins og áður sagði. Hann hafði þó enga rannsóknaraðstöðu hérlendis fyrr en í árslok 1983. Hann beitti sér fyrir því að læknadeild gæfi læknanemum kost á þvi að vinna að rannsóknum í eitt ár og fá fyrir það BS gráðu auk cand. med. gráðunnar. Helgi leiðbeindi fimm læknanemum sem luku slíku prófi og fengu allir birtar greinar í alþjóðlegum fræðitímaritum, samtals sex greinar sem vitnað hefur verið til 148 sinnum eða 25 sinnum í hverja grein að meðaltali.
Enn fremur hefur Helgi nú leiðbeint fjórum doktorsnemum við læknadeild Háskólans, þar af hafa þrír lokið doktorsprófi og áætlað er að sá fjórði ljúki doktorsprófi síðar á þessu ári. Fyrsti doktorsnemandi sem Helgi leiðbeindi lauk prófi 1993. Rannsóknaverkefni hans leiddi til birtingar á sex greinum sem vitnað hefur verið til oftar en 100 sinnum. Rannsóknarvinna þeirra þriggja doktorsnema sem Helgi hefur leiðbeint sl. sjö ár hefur þegar leitt til birtingar á 17 greinum í alþjóðlegum tímaritum og fleiri greinar eru í undirbúningi.
Þá var Helgi gistiprófessor við St. Mary´s læknaskólann í London frá 1981 - 1999 og hélt jafnframt áfram samstarfi við próf. Fry sem stjórnaði húðsjúkdómafræðilegum þætti þessa samstarfs en Helgi öllum ónæmisfræðilegum þáttum þess. Niðurstöður þessarar rannsóknarsamvinnu hafa birst í um tuttugu greinum í alþjóðlegum tímaritum. Það er ekki öllum kunnugt að Helgi hefir einnig verið gistiprófessor í Linköping í Svíþjóð, Kairo í Egyptalandi og Bagdad í Írak.
Samtals hefur Helgi átt aðild að rúmlega 140 greinum sem hafa birst í ritrýndum alþjóðlegum tímaritum. Þar af er hann fyrsti höfundur 27 greina sem flestar birtust snemma á rannsóknarferlinum. Eftir 1977 hafa flestar greinanna verið byggðar á rannsóknarvinnu stúdenta sem Helgi hefur leiðbeint. Stúdentarnir eru þá fyrstir í höfundaröðinni en Helgi síðastur og þar með ábyrgðarhöfundur (corresponding author). Slíkar greinar eru um 80 talsins.
Frá ársbyrjun 2001 hefur Helgi sent frá sér 24 vísindagreinar til birtingar í alþjóðlega viðurkenndum, ritrýndum tímaritum og fleiri eru í smíðum. Tilvitnanir í greinar Helga eru nú samtals um 4300 talsins eða um 30 tilvísanir í hverja grein að meðaltali.
Helgi var forseti Norrænu ónæmisfræðisamtakanna í 6 ár frá 1992 til 1998. Þá var hann formaður vísindanefndar Háskóla Íslands frá 1991 til 1994. Á þessu tímabili voru m.a. settar reglur um rannsóknatengt framhaldsnám en formlegt rannsóknatengt framhaldsnám hófst við Háskólann eftir að háskólaráð hafði samþykkt þessar reglur.
Auk þess sem hér hefur verið getið hefur Helgi sinnt ótal trúnaðarstörfum sem útilokað er að telja upp hér en þau allra helstu eru:
Í Vísindaráði Íslands frá janúar 1982.
Í stjórn Scandinavian Society for Immunology 1982 - 1985.
Í ritstjórn Scandinavian Journal of Immunology frá 1982 og ritstjóri frá 1985.
Í Vísindaráði Háskóla Íslands 1985 - 1991.
Í ritstjórn Scandinavian Journal of Rheumatology 1987 - 1990.
Varadeildarforseti læknadeildar Háskóla Íslands 1987 - 1992 og forseti deildarinnar frá september 1992 til 1996.
Formaður Vísindaráðs Háskóla Íslands 1991 - 1994.
Gestaprófessor við Imperial College of Science, Technology and Medicine, Department of Immunology frá október 1991 til 1999.
Forseti Scandinavian Society for Immunology frá júní 1992 til 1998.
Fulltrúi Íslands í European Medical Research Council 1994 - 1999.
Fogarty styrkþegi, National Institute of Health, Bandaríkjunum í eitt ár frá 2003.
Hringsalur 12. maí 2005
-Samantekt Gísla Einarssonar framkvæmdastjóra kennslu, vísinda og þróunar við afhendingu heiðursviðurkenningar
Hann lauk stúdendsprófi úr stærðfræðideild M.A. 1956 og embættisprófi frá læknadeild Háskóla Íslands 1964.
Helgi starfaði sem aðstoðarlæknir, aðallega á Landspítalanum frá læknaprófi og þar til hann hélt til framhaldsnáms í Bretlandi 1968. Á þeim tíma var hann "héraðslæknir" fyrir Vestur-Húnavatnssýslu í 15 mánuði árin 1965 - 1966.
Snemma beygðist krókurinn því Helgi útbjó þá "vandaliðað" sjúkraskrárkerfi sem var þannig úr garði gert að hægt var að greina umfang og eðli viðfangsefna héraðslækna í dreifbýli eins og það var á þessum árum. Birti hann niðurstöður þessarar greiningar í tveimur greinum í Læknablaðinu árið 1969.
Helgi hóf sérnám í lyflæknisfræði og ónæmisfræði við Royal Postgraduate Medical School (RPGMS) í London árið 1969 samhliða rannsóknaverkefni sem fólst í því að leita að ónæmisbilun í sjúklingum með þrálátar sýkingar af völdum tækifærissýkilsins Candida albicans. Niðurstöður þessara rannsókna birtust í nokkrum greinum m.a. í Lancet og Cellular Immunology. Vitnað hefur verið samtals 413 sinnum í þessar greinar og sumar þeirra eru ennþá virkar að þessu leyti. Helgi hlaut sérfræðileyfi í ónæmisfræði 1975.Á náms- og þjálfunarárum Helga í London má nefna það helst að hann var;
-Registrar og Research Fellow, við meinefnafræðideild Hammersmith Hospital, Royal Postgraduate Medical School í London, des. 1968 - okt. 1970.
-Registrar og Research Fellow, við lyflækningadeild Hammersmith Hospital, Royal Postgraduate Medical School í London, okt. 1970 - okt. 1971.
-Lecturer og Wellcome Research Fellow, við ónæmisfræðideild Hammersmith Hospital, Royal Postgraduate Medical School í London, okt. 1971 - mars 1975.
-Senior Lecturer og Consultant Immunologist, St. Mary"s Hospital Medical School í London, apríl 1975 - júní 1981.
Helgi var ráðinn í lektorsstöðu í lyflækningum og ónæmisfræði við Royal Postgraduate Medical School í London árið 1972. Beindust rannsóknir hans þá aðallega að áhrifum mislingaveiru á ónæmiskerfið þ.m.t. veilu í ónæmiskerfi sjúklinga sem fengu sjaldgæfa og síðbúna heilabólgu af völdum þessarar veiru. Einnig beindist rannsóknin að því hvort mislingaveira tengdist á einhvern hátt orsökum heila- og mænusiggs (MS).
Þessar rannsóknir leiddu m.a. í ljós að mislingaveiran getur sýkt T eitilfrumur líkamans og þar með valdið verulegri veiklun á frumubundnum ónæmisvörnum. Þessi uppgötvun skýrir m.a. hvers vegna margir dóu áður fyrr úr sýkingum í kjölfar mislinga. Niðurstöður þessara rannsókna voru m.a. kynntar með grein í Nature sem hefur verið vitnað til meira en 100 sinnum.
Árið 1975 var Helgi ráðinn í stöðu yfirlæknis og dósents við St. Mary´s sjúkrahúsið í London. Þetta var ný staða sem var stofnuð til þess að setja á laggirnar sérstaka deild í læknisfræðilegri ónæmisfræði við sjúkrahúsið. Helgi gegndi þessari stöðu til ársins 1981 þegar hann flutti til Íslands til þess að byggja upp ónæmisfræðideild fyrir Landspítalann og læknadeild Háskóla Íslands. Á þeim sex árum sem Helgi starfaði á St. Mary´s sjúkrahúsinu var hann m.a. leiðbeinandi fjögurra doktorsnema. Rannsóknir þeirra leiddu til birtingar á 12 greinum sem vitnað hefur verið til 432 sinnum, eða að meðaltali um 36 sinnum í hverja grein.
Enn fremur hóf Helgi samstarf við prófessor Lionel Fry húðsjúkdómalækni um rannsóknir á orsökum psoriasis. Þessar rannsóknir leiddu til þeirrar niðurstöðu að psoriasis er sjálfsofnæmissjúkdómur sem orsakast af því að T eitilfrumur ónæmiskerfisins ráðast á hornfrumur húðarinnar. Samstarf Helga og próf. Fry hélt áfram eftir að Helgi flutti til Íslands. Milli 1984 og 1989 birtust niðurstöður þessara rannsókna í átta tímaritsgreinum sem vitnað hefur verið til um 900 sinnum eða að meðaltali meira en 100 sinnum í hverja grein.
Helgi varð prófessor í ónæmisfræði við læknadeild Háskóla Íslands 1981 eins og áður sagði. Hann hafði þó enga rannsóknaraðstöðu hérlendis fyrr en í árslok 1983. Hann beitti sér fyrir því að læknadeild gæfi læknanemum kost á þvi að vinna að rannsóknum í eitt ár og fá fyrir það BS gráðu auk cand. med. gráðunnar. Helgi leiðbeindi fimm læknanemum sem luku slíku prófi og fengu allir birtar greinar í alþjóðlegum fræðitímaritum, samtals sex greinar sem vitnað hefur verið til 148 sinnum eða 25 sinnum í hverja grein að meðaltali.
Enn fremur hefur Helgi nú leiðbeint fjórum doktorsnemum við læknadeild Háskólans, þar af hafa þrír lokið doktorsprófi og áætlað er að sá fjórði ljúki doktorsprófi síðar á þessu ári. Fyrsti doktorsnemandi sem Helgi leiðbeindi lauk prófi 1993. Rannsóknaverkefni hans leiddi til birtingar á sex greinum sem vitnað hefur verið til oftar en 100 sinnum. Rannsóknarvinna þeirra þriggja doktorsnema sem Helgi hefur leiðbeint sl. sjö ár hefur þegar leitt til birtingar á 17 greinum í alþjóðlegum tímaritum og fleiri greinar eru í undirbúningi.
Þá var Helgi gistiprófessor við St. Mary´s læknaskólann í London frá 1981 - 1999 og hélt jafnframt áfram samstarfi við próf. Fry sem stjórnaði húðsjúkdómafræðilegum þætti þessa samstarfs en Helgi öllum ónæmisfræðilegum þáttum þess. Niðurstöður þessarar rannsóknarsamvinnu hafa birst í um tuttugu greinum í alþjóðlegum tímaritum. Það er ekki öllum kunnugt að Helgi hefir einnig verið gistiprófessor í Linköping í Svíþjóð, Kairo í Egyptalandi og Bagdad í Írak.
Samtals hefur Helgi átt aðild að rúmlega 140 greinum sem hafa birst í ritrýndum alþjóðlegum tímaritum. Þar af er hann fyrsti höfundur 27 greina sem flestar birtust snemma á rannsóknarferlinum. Eftir 1977 hafa flestar greinanna verið byggðar á rannsóknarvinnu stúdenta sem Helgi hefur leiðbeint. Stúdentarnir eru þá fyrstir í höfundaröðinni en Helgi síðastur og þar með ábyrgðarhöfundur (corresponding author). Slíkar greinar eru um 80 talsins.
Frá ársbyrjun 2001 hefur Helgi sent frá sér 24 vísindagreinar til birtingar í alþjóðlega viðurkenndum, ritrýndum tímaritum og fleiri eru í smíðum. Tilvitnanir í greinar Helga eru nú samtals um 4300 talsins eða um 30 tilvísanir í hverja grein að meðaltali.
Helgi var forseti Norrænu ónæmisfræðisamtakanna í 6 ár frá 1992 til 1998. Þá var hann formaður vísindanefndar Háskóla Íslands frá 1991 til 1994. Á þessu tímabili voru m.a. settar reglur um rannsóknatengt framhaldsnám en formlegt rannsóknatengt framhaldsnám hófst við Háskólann eftir að háskólaráð hafði samþykkt þessar reglur.
Auk þess sem hér hefur verið getið hefur Helgi sinnt ótal trúnaðarstörfum sem útilokað er að telja upp hér en þau allra helstu eru:
Í Vísindaráði Íslands frá janúar 1982.
Í stjórn Scandinavian Society for Immunology 1982 - 1985.
Í ritstjórn Scandinavian Journal of Immunology frá 1982 og ritstjóri frá 1985.
Í Vísindaráði Háskóla Íslands 1985 - 1991.
Í ritstjórn Scandinavian Journal of Rheumatology 1987 - 1990.
Varadeildarforseti læknadeildar Háskóla Íslands 1987 - 1992 og forseti deildarinnar frá september 1992 til 1996.
Formaður Vísindaráðs Háskóla Íslands 1991 - 1994.
Gestaprófessor við Imperial College of Science, Technology and Medicine, Department of Immunology frá október 1991 til 1999.
Forseti Scandinavian Society for Immunology frá júní 1992 til 1998.
Fulltrúi Íslands í European Medical Research Council 1994 - 1999.
Fogarty styrkþegi, National Institute of Health, Bandaríkjunum í eitt ár frá 2003.