Fulltrúar hönnunarteyma eru í vettvangsskoðun á spítalanum fimmtudaginn 26. maí 2005. Heimsóknin er liður í skipulagssamkeppninni um Hringbrautarlóð vegna undirbúnings að byggingu ný spítala.
Fulltrúar LSH og Framkvæmdasýslu ríkisins kynna aðstæður og starfsemi á spítalanum.
Í heimsókninni eru fulltrúar hópanna sjö sem komust áfram í samkeppninni.
Hönnunarteymunum er ætlað að skila tillögum sínum í byrjun september en 6. október verða úrslit kunngjörð.
Aðalsteinn Pálsson sviðsstjóri byggingarsviðs tók á móti fulltrúum hönnunarteymanna og fór með þá um spítalann.
Heimsóknin byrjaði fyrir fram Barnaspítala Hringsins.