Framhaldsskólarnir keppast um að ,,Gefa betur". Rauða súlan segir til um hversu margar blóðgjafir voru gefnar en bláa súlan segir til um fjölda þeirra sem gerðust blóðgjafar. Við fyrstu komu í Blóðbankann er einungis tekið blóðsýni til rannsókna, eftir tvær vikur má viðkomandi gefa fyrstu blóðgjöf sína.
Í ár fór Blóðbankinn tvisvar í hvern framhaldskóla. Menntaskólinn við Sund bar sigur úr bítum þar sem nemendur og kennarar gáfu flestar blóðeiningar (rauðasúlan). Menntaskólinn við Sund fær því Gefðu betur bikarinn til varðveislu næsta skólaárið.