Alþjóðlegi blóðgjafadagurinn verður haldinn hátíðlegur um heim allan mánudaginn 14. júní 2005. Haldið er upp á daginn til að heiðra blóðgjafa fyrir óeigingjart starf í þágu sjúkra. Hefð hefur skapast að blómabændur gefa þeim blóðgjöfum sem mæta í blóðgjöf þennan dag rauða rós sem þakklætisvott fyrir góða gjöf.
Blóðgjafafélagið mun grilla pylsur í bakgarði Blóðbankans milli klukkan 11:00-15:00. Og Vodafone mun gefa gestum Blóðbankans færi á að skora mark í vörn Manchester United. Allir þeir sem skora mark fá veglegan leðurbolta að gjöf.
Það er von okkar að sem flestir blóðgjafar láti sjá þennan dag. Hvort sem er í til að gefa blóð eða líta við garðinn hjá okkur og fá sér pylsu. Nú þegar sumarfríin nálgast getur reynst erfitt að fá blóðgjafa í blóðgjöf þar sem ferðalög eru tíðari og blóðgjafar síður heima við en annars. Það er því starfseminni dýrmætt þegar blóðgjafar muna eftir að gefa blóð áður en haldið er í fríið því Blóðbankinn þarf 70 blóðgjafa á dag allan ársins hring.