Á fulltrúaþingi Sjúkraliðafélags Íslands 26. og 27. maí 2005 var Ingibjörgu Hjaltadóttur sviðsstjóra hjúkrunar á öldrunarsviði veitt viðurkenning og þakkað fyrir stuðning við sjúkraliða á líðnum árum. Henni var fært að gjöf áritað eintak af nýrri útgáfu Máls og menningar af Íslandssögu í máli og myndum. Í þakkarávarpi lýsti hún ánægjulegri samvinnu við sjúkraliða og þá sérstaklega í tengslum við tilraunaverkefni á deildum fyrir heilabilaða á Landakoti, þar sem gerð var rannsókn í tengslum við breytingar á mönnunarmódeli deildar L-4. Þar er um að ræða viðamikið eins árs rannsóknarverkefni þar sem hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og aðstoðarfólk tóku höndum saman um að skoða breytingar á hefðbundum störfum hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða með framhaldsnám í öldrunarhjúkrun.
Fékk viðurkenningu frá sjúkraliðum
Sjúkraliðafélag Íslands veitti Ingibjörgu Hjaltadóttir sviðsstjóra hjúkrunar á öldrunarsviði viðurkenningu á fulltrúaþingi í lok maí 2005.