Alþjóðlegi blóðgjafadagurinn er haldinn hátíðlegur 14. júní ár hvert. Dagurinn er haldinn til heiðurs blóðgjöfum um heim allan sem gefa af óeigingirni, blóð til sjúkra. Dagurinn 14. júní sem var valinn er afmælisdagur nóbelsverðlaunahafans Karl Landsteiner en hann uppgötvaði ABO blóðflokkakerfið árið 1900.
Hefð hefur skapast á Blóðgjafadeginum að blómabændur gefi blóðgjöfum rauða rós í tilefni dagsins. Einnig voru grillaðar pylsur í bakgarði Blóðbankans og stóðu félagar í Blóðgjafafélaginu við grillið. Og Vodafone tók þátt í deginum árið 2005 með Blóðbankanum og var með spark-mark í garðinum. Sólin lét sig ekki vanta og skein sínu skærasta.
Björn varaformaður Blóðgjafafélagsins og Björg hjúkrunarfræðingur við grillið
Ólafur Helgi formaður Blóðgjafafélagsins og Orri en hann vinnur að
stofnfrumurannsóknum og hefur ný lokið doktorsvörn á því sviði.
Sveinn Guðmundsson yfirlæknir ásamt blóðgjafa
Hefð hefur skapast á Blóðgjafadeginum að blómabændur gefi blóðgjöfum rauða rós í tilefni dagsins. Einnig voru grillaðar pylsur í bakgarði Blóðbankans og stóðu félagar í Blóðgjafafélaginu við grillið. Og Vodafone tók þátt í deginum árið 2005 með Blóðbankanum og var með spark-mark í garðinum. Sólin lét sig ekki vanta og skein sínu skærasta.
Björn varaformaður Blóðgjafafélagsins og Björg hjúkrunarfræðingur við grillið
Ólafur Helgi formaður Blóðgjafafélagsins og Orri en hann vinnur að
stofnfrumurannsóknum og hefur ný lokið doktorsvörn á því sviði.
Sveinn Guðmundsson yfirlæknir ásamt blóðgjafa