Auður Ragnarsdóttir hefur verið ráðin hjúkrunardeildarstjóri á dag- og göngudeild barnasviðs frá 1. júní 2005 en hún var sett í stöðuna síðastliðið haust. Ráðning hennar nú er á grundvelli umsóknar um stöðuna, umfjöllunar í stöðunefnd hjúkrunarráðs LSH og viðtals.
Auður lauk hjúkrunarprófi frá Hjúkrunarskóla Íslands árið 1975 og sérnámi í gjörgæsluhjúkrun frá The London Hospital í Bretlandi árið 1980. Námi í hjúkrunarstjórnun lauk Auður við Nýja hjúkrunarskólann árið 1988 og B.S. námi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands árið 2000.
Auður hefur 30 ára starfsreynslu í hjúkrun, þar af 25 ára starfsreynslu sem hjúkrunardeildarstjóri á barnadeildum; á Landakoti, Sjúkrahúsi Reykjavíkur, síðar LSH í Fossvogi og á nýjum barnaspítala. Stjórnunarstörf Auðar á barnadeildum hafa verið fjölbreytt og snúið m.a. að bráðaþjónustu og dag- og göngudeildarþjónustu. Árið 2003 var Auður ráðin hjúkrunardeildarstjóri á lyfjadeild barna 22E og sá um undirbúning og skipulagningu að opnun þeirrar deildar á nýjum barnaspítala.
Auður hefur stöðugt sinnt og fylgt eftir þróunar- og umbótastarfi á þeim deildum sem hún hefur stjórnað og á síðustu árum hefur hún lagt aukna áherslu á þróun og uppbyggingu dag- og göngudeildarþjónustu barnasviðs.
Auður er meðrannsakandi í rannsókn á ánægju foreldra á barnadeildum, Barnaspítala Hringsins 2002 - 2005.
Frá árinu 2004 hefur Auður setið í stjórn atvikaskráningarhóps LSH fyrir barnasvið og í innlagnarteymi fyrir Rjóðrið, heimili fyrir langveik börn.
Hjúkrunardeildarstjórar á LSH starfa samkvæmt starfslýsingu.
Auður lauk hjúkrunarprófi frá Hjúkrunarskóla Íslands árið 1975 og sérnámi í gjörgæsluhjúkrun frá The London Hospital í Bretlandi árið 1980. Námi í hjúkrunarstjórnun lauk Auður við Nýja hjúkrunarskólann árið 1988 og B.S. námi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands árið 2000.
Auður hefur 30 ára starfsreynslu í hjúkrun, þar af 25 ára starfsreynslu sem hjúkrunardeildarstjóri á barnadeildum; á Landakoti, Sjúkrahúsi Reykjavíkur, síðar LSH í Fossvogi og á nýjum barnaspítala. Stjórnunarstörf Auðar á barnadeildum hafa verið fjölbreytt og snúið m.a. að bráðaþjónustu og dag- og göngudeildarþjónustu. Árið 2003 var Auður ráðin hjúkrunardeildarstjóri á lyfjadeild barna 22E og sá um undirbúning og skipulagningu að opnun þeirrar deildar á nýjum barnaspítala.
Auður hefur stöðugt sinnt og fylgt eftir þróunar- og umbótastarfi á þeim deildum sem hún hefur stjórnað og á síðustu árum hefur hún lagt aukna áherslu á þróun og uppbyggingu dag- og göngudeildarþjónustu barnasviðs.
Auður er meðrannsakandi í rannsókn á ánægju foreldra á barnadeildum, Barnaspítala Hringsins 2002 - 2005.
Frá árinu 2004 hefur Auður setið í stjórn atvikaskráningarhóps LSH fyrir barnasvið og í innlagnarteymi fyrir Rjóðrið, heimili fyrir langveik börn.
Hjúkrunardeildarstjórar á LSH starfa samkvæmt starfslýsingu.