Alvaro Gil-Robles mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins kynnti sér starfsemi neyðarmóttöku vegna nauðgana með heimsókn á slysa- og bráðadeild Landspítala Fossvogi þriðjudaginn 4. júli 2005. Þetta var liður í þriggja daga opinberri heimsókn hans hingað til lands.
Margrét Tómasdóttir sviðsstjóri hjúkrunar og Eyrún B. Jónsdóttir deildarstjóri neyðarmóttökunnar tóku á móti gestinum og gerðu honum grein fyrir þeim viðfangsefnum sem þar þarf að takast á við.
Margrét Tómasdóttir sviðsstjóri hjúkrunar og Eyrún B. Jónsdóttir deildarstjóri neyðarmóttökunnar tóku á móti gestinum og gerðu honum grein fyrir þeim viðfangsefnum sem þar þarf að takast á við.