Lionsmenn í Lionsklúbbnum Nirði færðu deild R-3 að Grensási að gjöf 13 United sjónvarpstæki með innbyggðum DVD spilara ásamt festingum á veggi. Gjöfin var afhent þann 24. maí 2005 við athöfn í skála á deildinni. Formaður Lionsklúbbsins Njarðar, Hörður Sigurjónsson, afhenti gjöfina.
Með þessari höfðinglegu gjöf Lionsmanna eru komin sjónvarpstæki inn á allar sjúkrastofur deildarinnar.
Við þetta tækifæri söng Gerðubergskórinn, um 30 manns, nokkur lög við mikið þakklæti sjúklinga og gesta.
Kórinn færði deildinni að gjöf 4 geisladiska.
Stjórnandi kórsins: Kári Friðriksson
Píanó: Arngrímur Marteinsson og Unnur Eyfells
Harmonikka: Benedikt Egilsson
Munnharpa: Þorgrímur Kristmundsson og Einar Magnússon
Ingibjörg S. Kolbeins hjúkrunardeildarstjóri á R-3 veitti gjöfunum viðtöku og þakkaði fyrir.