Ólafur Baldursson læknir, sérfræðingur í lungnalækningum, hefur verið valinn sviðsstjóri lækninga á kennslu- og fræðasviði skrifstofu kennslu, vísinda og þróunar. Ólafur mun áfram gegna klínískum störfum í hlutastarfi (20%) auk lektorsstöðu í lyfjafræði við lyfjafræðideild HÍ. Hann tekur til starfa þann 1. september 2005.
Kristján Erlendsson var sviðsstjóri lækninga á kennslu- og fræðasviði en hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra kennslu, vísinda og þróunar.
Kristján Erlendsson var sviðsstjóri lækninga á kennslu- og fræðasviði en hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra kennslu, vísinda og þróunar.