Dr. Grant Gall deildarforseti læknadeildar Calgary háskólans í Kanada verður hér í boð Landspítala - háskólasjúkrahúss og læknadeildar HÍ dagana 15. og 16. ágúst 2005.
Jafnframt verður í för með honum dr. Taj Jadavji sem er Associate Dean of International Health við læknadeild Calgary háskólans.
Þeir eru að fylgja eftir heimsóknum Magnúsar Péturssonar forstjóra LSH, Jóhannesar M.Gunnarssonar framkvæmdastjóri lækninga (sjá frásögn MP og JMG af fróðleiksferðinni), svo og og Stefáns B. Sigurðssonar deildarforseta læknadeildar HÍ til Calgary.
Til umræðu verður reynsla Calgary af samskiptum háskóla og spítala, samskipti Calgary og LSH/HÍ auk þess sem Taj Jadavji ræðir um þætti er snerta alheimsheilsufar með inflúensu reynsluna sem módel.
Mánudagur 15. ágúst - kl. 14:30 í Hringsal
Dr. Grant Gall heldur fyrirlestur
"The Academic Health Center - the Calgary Experience"
Þriðjudagur 16. ágúst - kl. 14:30 í Hringsal
Dr. Taj Jadavji heldur fyrirlestur
"Pandemic Influenza: A Lingering Global Threat"
Til þessara fyrirlestra er boðað af LSH og læknadeild HÍ.