Sálfræðiþjónusta LSH er að hefja vetrarstarf sitt. Starfsemin hófst í ársbyrjun 2002 og er ætlað að þjóna öllum sviðum Landspítala utan geðsviðs. Þjónustan hefur verið í stöðugri þróun og vexti. Sá hluti þjónustunnar sem staðsettur var í Kópavogi er nú fluttur á Hringbraut. Ný göngudeild endurhæfingarsviðs á 11F á Hringbraut hefur jafnframt tekið til starfa. Námskeið og fræðsla sem haldin hafa verið undanfarin ár færast nú í fastari skorður með aðgengi að nýrri kennslustofu á 14D á Hringbraut.
Af þessu tilefni er efnt til kynningar á þjónustunni miðvikudaginn 7. september kl. 11:00 - 12:00 í kennslustofu á 14D.
Allir eru boðnir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
DAGSKRÁ
1. Um sálfræðiþjónustu LSH Eiríkur Örn Arnarsson
2. Göngudeild sálfræðiþjónustunnar 11F Halla Þorvaldsdóttir
3. Námskeið og fræðsla Hörður Þorgilsson
|
4. Sálfræðilegt mat María K. Jóndóttir
5. Annað starf Þórunn Finnsdóttir
|