Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja 18 milljörðum króna til byggingar nýs sjúkrahúss við Hringbraut á árunum 2005 til 2012.
Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra fagnar þessu á vef heilbrigðisráðuneytisins og segir að þáttaskil séu framundan í heilbrigðisþjónustu við landsmenn.
Lesið nánar um ákvörðun ríkisstjórnarinnar á vef heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins - smellið hér.
Vefur um nýjan spítala - smellið hér.
Framtíðarspítalinn kynntur - smellið hér.
Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra gerir nánari grein fyrir þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að verja 18 milljörðum króna til byggingar nýs sjúkrahúss á almennum starfsmannafundum sem hann hefur boðað til á Landspítala - háskólasjúkrahúsi miðvikudaginn 7. september 2005.
Fyrri fundurinn hefst í matsalnum við Hringbraut kl. 11:30 og hinn síðari í matsalnum í Fossvogi kl. 12:15.