Samþykkt starfsmanna LSH afhent heilbrigðisráðherra á fundum í matsölum við Hringbraut og í Fossvogi.
7. september 2005.
Hæstvirtur heilbrigðisráðherra, Jón Kristjánsson!
Starfsmenn LSH fagna þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hluta af söluandvirði Landssíma Íslands hf verði ráðstafað til uppbyggingar hátæknisjúkrahúss á Landspítalalóðinni. Með þessari ákvörðun hefur ríkisstjórn Íslands tekið eitt mikilvægasta skrefið til uppbyggingar heilbrigðisþjónustu frá því Landspítali var fyrst byggður á árunum 1925 - 1930.
Heilbrigðisráðherra eru færðar sérstakar þakkir fyrir framgöngu sína í þessu máli, svo og ríkisstjórninni allri. Mikilvægt er að sá undirbúningur að byggingu spítalans, sem þegar er hafinn, haldi áfram af fullum krafti og að metnaður allra, sem að honum koma, standi til þess að heilbrigðisþjónusta á Íslandi verði "á heimsmælikvarða", eins og segir í greinargerð ríkisstjórnarinnar.
Starfsmenn
Landspítala - háskólasjúkrahúss
Fjölmenni á fundum - heilbrigðisráðherra - samþykkt starfsmanna 070905
Ályktun starfsmanna LSH í tilefni af ákvörðun ríkisstjórnar að veita 18 milljarða króna til að byggja nýjan spítala.