Eftirtaldar tímabundnar breytingar, til eins árs, verða á stöðum hjúkrunardeildarstjóra á geðsviði og lyflækningasviði II, samkvæmt tilkynningu frá framkvæmdastjóra hjúkrunar:
Guðný Hauksdóttir,hjúkrunardeildarstjóri á deild 12 á Kleppi, verður í leyfi frá því starfi í eitt ár.
Anna Sigríður Þórðardóttir hjúkrunarfræðingur leysir Guðnýju af þennan tíma til og með 31. júlí 2006. Anna Sigríður hefur starfað við hjúkrun í 17 ár og þar af gegnt stjórnununarstöðum á SHR og LSH í 7 ár. Hún gegndi síðast starfi hjúkrunardeildarstjóra hágæsludeildar í Fossvogi þar til síðla árs 2003 og eftir það hefur hún starfað á lungnadeild A6 í Fossvogi. |
Þórhalla Víðisdóttir, hjúkrunardeildarstjóri deildar 32A á geðsviði, verður í námsleyfi í eitt ár.
Rakel Valdimarsdóttir hjúkrunarfræðingur leysir Þórhöllu af þennan tíma til og með 31. ágúst 2006. Rakel hefur unnið yfir 30 ár innan hjúkrunar, á sjúkrahúsum og við heilsugæslu á Íslandi og í Bandaríkjunum og þar af verið í stjórnunarstöðum yfir 15 ár, þar á meðal á Landakoti og SHR. Rakel hefur unnið við hjúkrun og ráðgjöf á deildum L-1 og L-4 öldrunarsviði LSH síðustu misseri. |
Lilja Arnardóttir, hjúkrunardeildarstjóri á krabbameinslækningadeild 11E, verður í leyfi frá því starfi í eitt ár.
Steinunn Ingvarsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri sjúkrahústengdrar heimaþjónustu, leysir Lilju af á 11E þennan tíma til og með 31. ágúst 2006. Steinunn hefur starfað við hjúkrun síðan 1974 og verið í stjórnunarstöðu síðan 1988. Hún var formaður hjúkrunarráðs fyrstu tvö árin eftir stofnun LSH. |
Frá sama tíma hefur Erna Hlöðversdóttir hjúkrunarfræðingur verið ráðin til að gegna stöðu hjúkrunardeildarstjóra sjúkrahústengdrar heimaþjónustu til eins árs til og með 31. ágúst 2006. Erna er útskrifuð árið 1971 og hefur starfað við hjúkrun á ýmsum deildum Landakots, SHR og LSH. Hún vann síðast á spítalanum á göngudeild HNE í Fossvogi og leysti þar hjúkrunardeildarstjóra af í tæp tvö ár. |
Hjúkrunardeildarstjórar á LSH starfa samkvæmt starfslýsingu.