Tilmæli frá starfsfólki í blóðbankanum:
Fyrir framan blóðbankann eru nokkur bílastæði sem eru sérstaklega merkt blóðgjöfum sem koma og gefa blóð.
Nú er svo komið að starfsmenn spítalans leggja í þessi stæði og blóðgjafarnir keyra framhjá því þeir fá ekki stæði og halda jafnframt að það sé mikið að gera og þeir hafi ekki tíma til að bíða (þá er kannski enginn blóðgjafi eða fáir blóðgjafar í blóðbankanum). Þetta er mjög bagalegt fyrir okkur því eins og flestir vita þá þurfum við á 70 blóðgjöfum að halda á degi hverjum.
Starfsmenn LSH, vinsamlegast leggið ekki í stæðin sem eru merkt blóðgjöfum!