Tveir vísindamenn Blóðbankans, þeir Kristbjörn Orri Guðmundsson og Leifur Þorsteinsson, munu kynna stofnfrumurannsóknir Blóðbankans á Vísindavöku sem haldin verður í Listasafni Reykjavíkur föstudaginn 23. september 2005. Þeir munu segja frá þeim stofnfrumurannsóknum sem stundaðar eru í Blóðbankanum og svara spurningum.
Það er Rannís sem stendur fyrir Vísindavökunni en Evrópusambandið hefur tileinkað föstudaginn 23. september vísindamönnum í Evrópu. Fjölmargir vísindamenn frá hinum ýmsu stofnunum, háskólum og fyrirtækjum munu vera á staðnum til að kynna sínar rannsóknir.
Húsið opnar klukkan 17:30 og verður opið til klukkan 21:00. Þarna verður eitthvað áhugavert fyrir alla og klukkan 18:00 verður kveikt upp í grillinu.
Nánar má lesa um Vísindavökuna á upplýsingasíðu um verkefnið á síðunni visindi2005.is.