Frá stýrihópi um skipulag í Vatnsmýri:
Reykjavíkurborg býður almenningi að taka þátt í skipulagi á nýju borgarhverfi í Vatnsmýrinni. Hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrar verður haldin á næstunni. Farnar eru nýjar leiðir við undirbúning keppninnar og meðal annars er boðið upp á samráðsdag um skipulagið í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu laugardaginn 1. október 2005 frá kl. 10:00 til 17:00. Þar verða fjölbreyttar uppákomur og gestir verða leiddir frá einni grundvallarspurningu til annarrar og á þann hátt getur almenningur haft veruleg áhrif á heildarskipulag Vatnsmýrarsvæðisins.
- Hvernig borg viltu?
- Hvað vantar í Reykjavík?
- Hvar viltu hafa Reykjavíkurflugvöll?
- Hvernig á þetta borgarhverfi á Vatnsmýrin að vera?
- Hvaða tækifæri eru fólgin í Vatnsmýri ?