Jóhanna Lilja Hjörleifsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin hjúkrunardeildarstjóri á barnadeild 22E frá 1. október 2005.
Ráðning hennar er á grundvelli umsóknar um stöðuna, umfjöllunar í stöðunefnd hjúkrunarráðs LSH og viðtals.
Jóhanna Lilja lauk B.S. prófi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands árið 1997. Árið 2003 lauk hún diplómanámi í fjármálum og rekstri fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík. Hún stundar nú fjarnám á stjórnunarbraut viðskiptafræðideildar Háskólans á Akureyri.
Jóhanna Lilja hefur 8 ára starfsreynslu í barnahjúkrun; starfsvettvangur hennar á Landspítala hefur verið á Barnaspítala Hringsins frá því hún lauk námi.
Jóhanna Lilja situr í stjórn NOBOS (The Nordic Society of Pediatric Hematology and Oncology Nurses / Norræn samtök hjúkrunarfræðinga barna með blóðsjúkdóma og krabbamein) og hefur komið að skipulagningu ráðstefna á þeirra vegum. Hún hefur sótt ráðstefnur hérlendis og erlendis á sviði barnahjúkrunar.
Hjúkrunardeildarstjórar á LSH starfa samkvæmt starfslýsingu.
Ráðning hennar er á grundvelli umsóknar um stöðuna, umfjöllunar í stöðunefnd hjúkrunarráðs LSH og viðtals.
Jóhanna Lilja lauk B.S. prófi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands árið 1997. Árið 2003 lauk hún diplómanámi í fjármálum og rekstri fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík. Hún stundar nú fjarnám á stjórnunarbraut viðskiptafræðideildar Háskólans á Akureyri.
Jóhanna Lilja hefur 8 ára starfsreynslu í barnahjúkrun; starfsvettvangur hennar á Landspítala hefur verið á Barnaspítala Hringsins frá því hún lauk námi.
Jóhanna Lilja situr í stjórn NOBOS (The Nordic Society of Pediatric Hematology and Oncology Nurses / Norræn samtök hjúkrunarfræðinga barna með blóðsjúkdóma og krabbamein) og hefur komið að skipulagningu ráðstefna á þeirra vegum. Hún hefur sótt ráðstefnur hérlendis og erlendis á sviði barnahjúkrunar.
Hjúkrunardeildarstjórar á LSH starfa samkvæmt starfslýsingu.