Landspítala - háskólasjúkrahúsi hefur verið falið að undirbúa og standa að framleiðslu innrennslislyfja til hefðbundinna nota á heilbrigðisstofnunum ríkisins og koma upp nægjanlegum birgðum til að geta mætt afleiðingum heimsfaraldurs sem gæti breiðst út og lokað möguleikum til innflutnings á innrennslisvökum í nægjanlegu magni og nægilega hratt fyrir landsmenn.
Til undirbúnings verkefninu hefur forstjóri LSH skipað starfshóp.
Formaður hans er Alma D. Möller yfirlæknir svæfingardeildar, Landspítala Fossvogi.
Verkefni hópsins eru þessi, samkvæmt erindisbréfi:
- Að greina hvaða innrennslisvökva, vökva til blóðskilunar og kviðskilunar er þörf og í hversu miklu magni slíkt þyrfti að vera.
- Að gera áætlun um húsnæðisþörf, stærð þess, kaup á tækjabúnaði, nauðsynlegt birgðahald af aðföngum og stofnkostnað.
- Að greina rekstrarkostnað framleiðslunnar og gera rekstraráætlun fyrir starf-semina og greina helstu áhættuþætti í starfseminni.