Tugþúsir kvenna lögðu af stað frá Skólavörðuholti um kl. 15:00 í dag, mánudaginn 24. október 2005,
niður Skólavörðustíg til baráttuhátíðar á Ingólfstorgi. "Konur höfum hátt" er kjörorð dagsins.
Þrjátíu ár eru í dag liðin frá kvennafrídeginum fræga þegar íslenskar konur mótmæltu misrétti kynjanna
og lögðu niður störf.
Þá komu um 25 þúsund konur til útifundar á Lækjartorgi en ljóst er að mun fleiri koma til baráttuhátíðarinnar núna.
Markmið dagsins er það sama og fyrir 30 árum, að sýna fram á verðmæti vinnuframlags kvenna
fyrir íslenskt efnahagslíf.