Bandarískt próf í lyflæknisfræði, Internal Medicine InTraining Examination, var haldið í þriðja sinn á vegum skrifstofu kennslu, vísinda og þróunar
(SKVÞ) þann 22. október 2005, í samvinnu við framhaldsmenntunarnefnd í lyflækningum. Um er að ræða alþjóðlegt próf til undirbúnings fyrir
sérfræðipróf í lyflækningum. Það er haldið í öllum fylkjum Bandaríkjanna og í sjö löndum utan þeirra, þar á meðal á Írlandi, í Japan og á Íslandi.
Að þessu sinni gengust 17 deildarlæknar á lyflækningasviði undir prófið sem er 7 klst. langt og samanstendur af 340 fjölvalsspurningum með talsverðu lesefni. Aðeins gefst rúmlega ein mínúta til að svara hverri spurningu. Niðurstöðurnar nýtast nemendum til þess að skilgreina styrk- og veikleika í þekkingu sinni og gera þannig markmið námsins skýrari. Einnig er þátttaka og árangur í prófinu eitt af þeim atriðum sem notuð eru til þess að meta gæði kennslu og þjálfunar í lyflæknisfræði á Landspítala - háskólasjúkrahúsi.
SKVÞ þakkar þátttakendum góða samvinnu og hrósar þeim fyrir að þreyta prófið .