Á fundi framkvæmdastjórnar LSH 27. maí 2003 var ákveðið að setja á stofn nefnd til að skipuleggja og stjórna gerð rafrænnar sjúkraskrár á LSH. Er nefndinni ætlað að skoða núverandi stöðu sjúkraskrármála á LSH, einkum með tilliti til notkunar SÖGU-kerfisins við rafræna skráningu heilsufarsupplýsinga, framtíðarstöðu og tengingu þess við önnur kerfi. Einnig hvernig tryggja megi að þær heilsufarsupplýsingar sem nú eru geymdar með rafrænum hætti, glatist ekki heldur verði hluti af framtíðarsjúkraskrá spítalans. Nefndin starfar samkvæmt erindisbréfi.
Nefndina skipa (2005):
María Heimisdóttir, læknir, formaður.
Björn Jónsson, sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs.
Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir, verkefnisstjóri, SFU.
Helga Bragadóttir, hjúkrunarfræðingur.
Ólafur Baldursson, sviðsstjóri, SKVÞ.
Torfi Magnússon, læknir og ráðgjafi forstjóra.