Góð aðsókn hefur verið að sýningu á tillögunum sjö sem bárust í samkeppninni um deiliskipulag fyrir nýtt sjúkrahús á lóð Landspítala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Því hefur verið ákveðið að framlengja sýninguna um nokkrar vikur. Sýningin er inn af anddyri Barnaspítala Hringsins, framan við Hringsal.
Úrslit í samkeppninni voru kynnt miðvikudaginn 12. október 2005 og bar sigur úr bítum hópur sem skipaður er íslensku arkitektastofunni Arkitektur.is, Verkfræðistofu Norðurlands, norsku verkfræðistofunni SWECO Grøner og dönsku arkitekta- og landslagsarkitektastofunum C.F. Møller og Schønherr Landskab.
Veggspjöld með tillögunum sjö og nokkur módel, þ.á m. af vinningstillögunni, hafa verið til sýnis við Hringsal á Landspítala Hringbraut inn af anddyri Barnaspítala Hringsins og hefur aðsókn verið góð. Því hefur verið ákveðið að framlengja sýninguna um nokkrar vikur og er öllum velkomið að koma að skoða veggspjöldin og kynna sér hvaða hugmyndir keppendur höfðu um framtíðarspítala fyrir landsmenn.
Úrslit í samkeppninni voru kynnt miðvikudaginn 12. október 2005 og bar sigur úr bítum hópur sem skipaður er íslensku arkitektastofunni Arkitektur.is, Verkfræðistofu Norðurlands, norsku verkfræðistofunni SWECO Grøner og dönsku arkitekta- og landslagsarkitektastofunum C.F. Møller og Schønherr Landskab.
Veggspjöld með tillögunum sjö og nokkur módel, þ.á m. af vinningstillögunni, hafa verið til sýnis við Hringsal á Landspítala Hringbraut inn af anddyri Barnaspítala Hringsins og hefur aðsókn verið góð. Því hefur verið ákveðið að framlengja sýninguna um nokkrar vikur og er öllum velkomið að koma að skoða veggspjöldin og kynna sér hvaða hugmyndir keppendur höfðu um framtíðarspítala fyrir landsmenn.