Haldnir verða stórtónleikar í Grafarvogskirkju fimmtudagskvöldið 10. nóvember 2005 til styrktar barna- og unglingageðdeild LSH, BUGL.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:00.
Það er Lionsklúbburinn Fjörgyn í Grafarvogi sem stendur fyrir tónleikunum.
Þetta eru þriðju tónleikarnir sem Fjörgynjarmenn halda til styrktar BUGL. Snemma árs 2005 afhentu þeir barna- og unglingageðdeild tvær milljónir króna sem var afrakstur tónleikanna 2003 og 2004.
Eftirtaldir listamenn koma fram og styrkja verkefnið:
Bergþór Pálsson Bubbi Egill Ólafsson Felix Bergsson Garðar Thór Cortes Helgi Björnsson Hörður Torfason Jóhann Friðgeir Valdimarsson Jón Jósep Snæbjörnsson(Jónsi) KK og Ellen Kristjánsdóttir |
Óskar Pétursson Páll Rósinkranz Ragnar Bjarnason Ragnheiður Gröndal Sigrún Hjálmtýsdóttir Þórunn Lárusdóttir Jónas Þórir Þorgeir Ástvaldsson Lögreglukórinn Voces Masculorum |
Kynnir: Felix Bergsson.
Lionklúbburinn Fold sér um veitingar í hléi.
Verð aðgöngumiða kr. 2.500, ágóðinn rennur til barna- og unglingageðdeildar LSH.
Miðasala á eftirtöldum stöðum:
Esso Ártúnshöfða, Ægissíðu og Gagnvegi.
Olís Gullinbrú, Garðabæ og Álfheimum.
Í Grafarvogskirkju til 10. nóvember.