Blóðbankinn hlaut verðlaun fyrir góða íslenska auglýsingu; Ert þú gæðablóð? á Málræktarþingi Íslenskrar málnefndar sem fram fór í Hátíðarsal Háskóla Íslands í morgun 21. nóvember 2005. Sveinn Guðmundsson yfirlæknir tók við viðurkenningu fyrir hönd Blóðbankans á málræktarþinginu.
Auglýsingin "Ert þú gæðablóð?" er hluti af samstarfi Og Vodafone og Blóðbankans. Og Vodafone hefur stutt Blóðbankann í kynningar-, útgáfu og fræðslustarfi undanfarin tvö ár. Markmið samstarfsins er að auka sýnileika Blóðbankans meðal almennings og gera honum mögulegt að afla nýrra blóðgjafa.Á myndinni eru: Sigríður Ósk Lárusdóttir hjúkrunarfræðingur, Marín Þórsdóttir umsjónamaður upplýsinga, Sveinn Guðmundsson yfirlæknir og Guðrún Kvaran formaður íslenskrar málnefndar