Árstíðirnar eftir Vivaldi hljóma í Grafarvogi dagana 29. og 30. nóvember þegar Hjörleifur Valsson fiðluleikari og 12 manna hljómsveit spila tónverkið til styrktar BUGL, barna- og unglingageðdeild LSH. Á tónleikunum verða í fyrsta skipti birtar íslenskar þýðingar á sonnettunum sem fylgja verkinu. Hér er um að ræða klassíska tónlist eins og hún gerist best. Auk þess sem Árstíðirnar verða fluttar af einleikara og hljómsveit eiga tónleikagestir von á mjög spennandi uppákomum sem koma til með að gera tónleikana að einstakri upplifun!
Tónleikarnir verða í Grafarvogskirkju og hefjast kl. 20:30 bæði kvöldin. Miðaverð er aðeins 2.000.- krónur og hver króna sem kemur inn sem aðgangseyrir rennur óskert til BUGL. Lýsing hf. mun standa straum af greiðslu til listamanna, borga húsaleigu, hljóðkerfi og annan tilfallandi kostnað.
Um nokkurt skeið hefur BUGL safnað fjármunum til að stækka húsnæði deildarinnar en ljóst er að hún hefur sprengt það utan af sér fyrir löngu. Lagðar hafa verið fram teikningar af viðbyggingum við húsnæði BUGL við Dalbraut og verður fyrsti áfanginn um 950 fermetrar og á tveimur hæðum. Vonir eru bundnar við að hægt verði að ráðast í byggingu hans á næstu 12 mánuðum.
Ástæðan fyrir því að Lýsing ákvað að styðja dyggilega við BUGL er ekki hvað síst sú staðreynd að fjölmörg íslensk börn og unglingar glíma við geðræna erfiðleika af einhverjum toga. Þá er ljóst að mikilvægt er að hjálpa þeim börnum sem greinast með geðraskanir strax, þar sem reynslan hefur sýnt að eftir því sem börn eru yngri þegar þeim er fyrst hjálpað eru batahorfur betri.
Samstarfsaðilar Lýsingar vegna verkefnisins eru Íslensk almannatengsl, Miði.is og Skífan. Miðasala fer fram í Skífunni og á midi.is.
Tónleikarnir verða í Grafarvogskirkju og hefjast kl. 20:30 bæði kvöldin. Miðaverð er aðeins 2.000.- krónur og hver króna sem kemur inn sem aðgangseyrir rennur óskert til BUGL. Lýsing hf. mun standa straum af greiðslu til listamanna, borga húsaleigu, hljóðkerfi og annan tilfallandi kostnað.
Um nokkurt skeið hefur BUGL safnað fjármunum til að stækka húsnæði deildarinnar en ljóst er að hún hefur sprengt það utan af sér fyrir löngu. Lagðar hafa verið fram teikningar af viðbyggingum við húsnæði BUGL við Dalbraut og verður fyrsti áfanginn um 950 fermetrar og á tveimur hæðum. Vonir eru bundnar við að hægt verði að ráðast í byggingu hans á næstu 12 mánuðum.
Ástæðan fyrir því að Lýsing ákvað að styðja dyggilega við BUGL er ekki hvað síst sú staðreynd að fjölmörg íslensk börn og unglingar glíma við geðræna erfiðleika af einhverjum toga. Þá er ljóst að mikilvægt er að hjálpa þeim börnum sem greinast með geðraskanir strax, þar sem reynslan hefur sýnt að eftir því sem börn eru yngri þegar þeim er fyrst hjálpað eru batahorfur betri.
Samstarfsaðilar Lýsingar vegna verkefnisins eru Íslensk almannatengsl, Miði.is og Skífan. Miðasala fer fram í Skífunni og á midi.is.