Síminn sendir viðskiptavinum sínum ekki jólakort en gaf þess í stað eina milljón króna í framkvæmdasjóð til barna- og unglingageðdeildar LSH (BUGL). Síminn hefur um nokkurra ára skeið varið einni milljón króna til góðs málefnis í stað þess að senda jólakort til fyrirtækja og einstaklinga.
Í fyrra gaf Síminn Hjálparstarfi kirkjunnar sambærilega upphæð og þar áður rann sjóðurinn til Sjónarhóls, þjónustumiðstöðvar fyrir börn með sérþarfir.
Margvísleg verkefni eru framundan hjá BUGL og ber þar hæst fyrirhugaðar framkvæmdir við fyrsta áfanga á stækkun húsnæðis dag- og göngudeildar. Milljónin frá Símanum mun fyrst og fremst renna í byggingasjóðinn en fyrirhugað er að framkvæmdir hefjist í vor. Þessi gjöf kemur sér því ákaflega vel, eins og allar aðrar gjafir sem félagasamtök og einstaklingar hafa látið af hendi rakna í sama tilgangi að undanförnu.
Þjóðarátak um uppbyggingu BUGL - smellið hér.