Fagmennska, virðing, gæði, öryggi, samvinna og mannúð. Þetta fannst starfsmönnum LSH að ættu að vera gildi LSH, samkvæmt könnun sem var gerð á upplýsingavef sjúkrahússins og skriflega. Könnunin stóð yfir dagana 25. nóvember til 5. desember 2005 og er liður í umfangsmikilli vinnu um stefnumótun á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Starfsmönnum var gefinn kostur á 12 mögulegum gildum sem raðað var í stafrófsröð en einnig var hægt að skrifa inn önnur orð eða athugasemdir. Óskað var eftir að starfsmenn merktu við 1 - 4 gildi.
Alls bárust 740 svör, 663 rafræn og 77 á pappír. Flestir merktu við 4 gildi, en á 22 svörum var merkt við öll.
Sjá nánar í ítarlegri skýrslu um könnunina: