Sjötíu og fimm ár eru í dag liðin frá því að fyrsti sjúklingurinn var lagður inn á Landspítalann. Það var 20. desember 1930.
Þar með hófst starfsemi í nýjum spítala sem lagður hafði verið hornsteinn að rúmum fjórum árum áður. Þetta glæsilega hús við Hringbraut teiknaði Guðjón Samúelsson húsameistari.
Í október 1930 fluttu nemendur ljósmæðraskólans í spítalann og hófst þar með bókleg kennsla í húsinu en verklega kennsla hins vegar ekki fyrr en eftir áramótin þegar sjúklingarnir voru komnir á spítalann.
Fyrir árslok 1930 voru nokkrir sjúklingar lagðir inn en síðan fjölgaði þeim ört þannig að í apríl 1931 voru þeir orðnir 92 og öll áætluð sjúkrarúm fullsetin. Strax þá þurfti því að fjölga sjúkrarúmum og þrengja á stofum, eins og fram kemur í Landspítalabókinni eftir Gunnar M. Magnúss þar sem hann rekur ítarlega sögu spítalans frá byrjun til 1980.
Ágrip af sögu Landspítalans - smellið hér
Þar með hófst starfsemi í nýjum spítala sem lagður hafði verið hornsteinn að rúmum fjórum árum áður. Þetta glæsilega hús við Hringbraut teiknaði Guðjón Samúelsson húsameistari.
Í október 1930 fluttu nemendur ljósmæðraskólans í spítalann og hófst þar með bókleg kennsla í húsinu en verklega kennsla hins vegar ekki fyrr en eftir áramótin þegar sjúklingarnir voru komnir á spítalann.
Fyrir árslok 1930 voru nokkrir sjúklingar lagðir inn en síðan fjölgaði þeim ört þannig að í apríl 1931 voru þeir orðnir 92 og öll áætluð sjúkrarúm fullsetin. Strax þá þurfti því að fjölga sjúkrarúmum og þrengja á stofum, eins og fram kemur í Landspítalabókinni eftir Gunnar M. Magnúss þar sem hann rekur ítarlega sögu spítalans frá byrjun til 1980.
Ágrip af sögu Landspítalans - smellið hér