Félagsstofnun stúdenta færði á dögunum barna- og unglingageðdeild LSH styrk upp á kr. 150.000.
Styrknum er ætlað að renna í nýstofnaðan menningar- og fræðslusjóð BUGL en markmið hans
er að veita börnum og unglingum tækifæri til að kynnast menningu, listum og að fræðast um ýmsa hluti.