Skipað hefur verið nýtt vísindaráð LSH til tveggja ára.
Hlutverk vísindaráðs, samkvæmt erindisbréfi, er meðal annars að vera til ráðgjafar um vísindastarf á sjúkrahúsinu og annast kynningu á vísindastarfi þess.
Gísli H. Sigurðsson prófessor verður formaður vísindaráðs en hann var tilnefndur í ráðið af læknaráði, (til vara Magnús Gottfreðsson). Gísli H. tekur við af Bjarna Þjóðleifssyni sem hefur gegnt formennskunni undanfarin ár.
Aðrir í vísindaráði verða Sigríður Gunnarsdóttir (til vara Sigrún Gunnarsdóttir) frá hjúkrunarráði,
Guðrún Kristjánsdóttir (til vara Herdís Sveinsdóttir) frá hjúkrunarfræðideild H.Í.,
Magnús Karl Magnússon og Jón G. Jónasson (til vara Einar Stefánsson og Rafn Benediktsson) frá læknadeild H.Í.
og forstjóri tilnefndi sem aðalmenn Rósu Björk Barkardóttur og Eirík Örn Arnarson (til vara Eirík Líndal og Þórð Helgason).