Fósturgreiningardeild 21B hefur yfir að ráða þremur ómskoðunartækjum og er möguleiki á ómun í þrívídd á einu tækjanna.
Þessi tækni er mjög sérhæfð og þarfnast sérstakra aðstæðna. Þau verða aðeins notuð í völdum tilfellum þegar um sérstök greiningarvandamál er að ræða.
Tækin voru tekin í notkun árið 2005.
Ómskoðun með þrívídd hefur verið í þróun frá 1990 og hefur ekki ennþá verið tekin í notkun að neinu ráði við fósturgreiningar.
Fósturgreining og flæðismælingar eru fyrst og fremst gerðar með tvívíddarómun og ekki hefur verið sýnt fram á þrívídd bæti greiningar nema í undantekningartilfellum,
þá sérstaklega vegna klofinnar varar eða klofins góms.
Þrívíddarómun virkar best eftir að 22 viku meðgöngu er náð, þá er nægt legvatn umhverfis fóstrið en það er algjört skilyrði fyrir því að þessi tækni nýtist sem best.
Einnig þarf fóstrið að liggja með höfuð og andlit þannig að nægt vatn sé umhverfis það, ef það liggur djúpt í grind eða með andlit upp að fylgju eða legi nást ekki góðar myndir.
Konum á Íslandi hefur staðið til boða að koma í ómskoðun/ fósturgreiningu við 12 vikur og aftur við 20 vikur, ekki hefur verið skoðað utan þess tíma nema af læknisfræðilegum ástæðum.
Mynd:
Kvenfélagið Hringurinn gaf tvö ómskoðunartækjanna
af þremur sem eru á fósturgreiningardeild 21B,
hið þriðja keypti tækjakaupasjóður LSH.
Flutningafyrirtækið Jónar gaf flutning tækjanna að utan.
Þessi tækni er mjög sérhæfð og þarfnast sérstakra aðstæðna. Þau verða aðeins notuð í völdum tilfellum þegar um sérstök greiningarvandamál er að ræða.
Tækin voru tekin í notkun árið 2005.
Ómskoðun með þrívídd hefur verið í þróun frá 1990 og hefur ekki ennþá verið tekin í notkun að neinu ráði við fósturgreiningar.
Fósturgreining og flæðismælingar eru fyrst og fremst gerðar með tvívíddarómun og ekki hefur verið sýnt fram á þrívídd bæti greiningar nema í undantekningartilfellum,
þá sérstaklega vegna klofinnar varar eða klofins góms.
Þrívíddarómun virkar best eftir að 22 viku meðgöngu er náð, þá er nægt legvatn umhverfis fóstrið en það er algjört skilyrði fyrir því að þessi tækni nýtist sem best.
Einnig þarf fóstrið að liggja með höfuð og andlit þannig að nægt vatn sé umhverfis það, ef það liggur djúpt í grind eða með andlit upp að fylgju eða legi nást ekki góðar myndir.
Konum á Íslandi hefur staðið til boða að koma í ómskoðun/ fósturgreiningu við 12 vikur og aftur við 20 vikur, ekki hefur verið skoðað utan þess tíma nema af læknisfræðilegum ástæðum.
Mynd:
Kvenfélagið Hringurinn gaf tvö ómskoðunartækjanna
af þremur sem eru á fósturgreiningardeild 21B,
hið þriðja keypti tækjakaupasjóður LSH.
Flutningafyrirtækið Jónar gaf flutning tækjanna að utan.