Framkvæmdanefnd um nýjan spítala heldur upphafsfund fyrir þarfagreiningu nýs spítala miðvikudaginn 1. febrúar 2006, kl 16:00, í Borgarleikhúsinu.
Þangað er boðaðir um 250 starfsmenn Landspítala - háskólasjúkrahúss og Háskóla Íslands í rúmlega 40 vinnuhópum sem munu á tímabilinu
1. febrúar til 30. júní vinna að ítarlegri þarfagreiningu með höfundum vinningstillögunnar í skipulagssamkeppninni .
Þátttakendur í notendahópum fá á fundinum lýsingu á starfinu og tímaáætlun fyrir hvern hóp.
Á fundinum í Borgarleikhúsinu verður gerð grein fyrir hvernig vinnu við þarfagreininguna verður háttað en í stórum dráttum er hún með eftirfarandi hætti:
Lýsing á starfsemi eininga
Stærðarákvarðandi forsendur (sjúklingar og starfsmenn)
Kröfur um nálægð við aðrar sérgreinar og sértækar lausnir
Tengsl við aðrar sérgreinar
Sérstakar kröfur til bygginga og tækni
Herbergjalýsing, þ.e. starfsemi, stærð og fjöldi.
Þrjár fundarlotur verða með dönsku ráðgjöfunum til vors. Samhliða þarfagreiningunni verður unnið að tveimur öðrum verkefnum sem tengjast
hönnun spítalans, þ.e. búnaðargreiningu og tæknigreiningu. Í búnaðargreiningunni er farið yfir allan tækjabúnað sem þarf í nýja spítalann.
Í tæknigreiningu hins vegar öll tæknikerfi. Þannig verður búinn til listi yfir þann búnað sem á að vera í hverju rými spítalans.
Þegar þessari greiningarvinnu lýkur, um mitt árið, hefst teiknivinna. Í lok ársins eiga þannig að liggja fyrir útfærðar teikningar af vinningstillögunni,
listi yfir öll herbergi og áætlun um kostnað við byggingu spítalans.