Landspítali háskólasjúkrahús hefur til umráða 25 milljónir króna sem ákveðið hefur verið að verja til að styrkja klínísk gæðaverkefni.
Deild gæðamála og innri endurskoðunar (GIE) auglýsir eftir umsóknum um þessa styrki.
"Verkefnin skulu vera í samræmi við gæðastefnu LSH, þ.e. að uppfylla væntingar og þarfir þeirra sem leita eftir þjónustu sjúkrahússins á sem hagkvæmastan hátt og innan þess ramma sem ákveðinn er af heilbrigðisyfirvöldum og viðurkenndum gæðastöðlum. Tilgangur slíkra styrkja er að efla klínísk starf og stuðla að því að stefnumörkun LSH nái fram að ganga. Verkefnum hefur verið forgangsraðað samkvæmt nokkrum megin markmiðum eins og þau koma fram í stefnukorti LSH 2006."
Umsóknarfrestur rennur út 24. apríl 2006.
Umsóknareyðublað er í auglýsingunni um styrkina á heimasíðu deildar gæðamála og innri endurskoðunar.
Allar frekari upplýsingar: Magna F. Birnir forstöðumaður GIE magnafb@landspitali.is, sími 543 1353.