Rauði krossinn gaf Blóðbankanum fullkominn blóðsöfnunarbíl sem tekinn var í notkun í byrjun október 2002. Blóðsöfnunarbíllinn er með fjórum blóðgjafabekkjum og góðri aðstöðu fyrir blóðgjafa í hvívetna. Blóðsöfnunarbíllinn er rekinn af Blóðbankanum og er á ferðinni 2-3 daga í viku. Starfssvæði
blóðsöfnunarbílsins er að mestu leyti á höfuðborgarsvæðinu og nágrannabyggðum í u.þ.b. 100 km radíus. Á hverjum degi verður mögulegt að taka á móti 50-70 blóðgjöfum í bílnum.
Þessi nýjung á sviði blóðbankaþjónustu á Íslandi styrkir Blóðbankann í starfi sínu og auðveldar honum að sinna krefjandi hlutverki sínu. Mikilvægt er að geta sinnt sveiflum í blóðhlutanotkun vegna daglegrar starfsemi sjúkrahúsanna, slysa og annarra tilvika. Möguleikar Blóðbankans á að stækka blóðgjafahópinn hefur aukist, en það er mjög mikilvægt vegna hækkandi meðalaldurs þjóðarinnar. Einnig gefur þetta landsmönnum í dreifðari byggðum tækifæri á að gerast virkir blóðgjafar í almannaþágu. Með því að nálgast blóðgjafa í nágrannabyggðum höfuðborgarinnar, fyrirtækjum, skólum og verslunarmiðstöðvum stuðlar Blóðbankinn að þjóðhagslegri hagræðingu þar sem fjarvistir blóðgjafa frá námi og starfi styttast með starfsemi bílsins. Nýleg bresk rannsókn hefur sýnt fram á mikilvægi þessa í þjóðhagslegu tilliti. Síðast en ekki síst styrkir blóðbankabíllinn ímynd Blóðbankans, blóðbankaþjónustunnar og mikilvægs sjálfboðastarfs blóðgjafa í almannaþágu.
Til að heimsækja heimasíðu Rauða krossins smellið þá hér
blóðsöfnunarbílsins er að mestu leyti á höfuðborgarsvæðinu og nágrannabyggðum í u.þ.b. 100 km radíus. Á hverjum degi verður mögulegt að taka á móti 50-70 blóðgjöfum í bílnum.
Þessi nýjung á sviði blóðbankaþjónustu á Íslandi styrkir Blóðbankann í starfi sínu og auðveldar honum að sinna krefjandi hlutverki sínu. Mikilvægt er að geta sinnt sveiflum í blóðhlutanotkun vegna daglegrar starfsemi sjúkrahúsanna, slysa og annarra tilvika. Möguleikar Blóðbankans á að stækka blóðgjafahópinn hefur aukist, en það er mjög mikilvægt vegna hækkandi meðalaldurs þjóðarinnar. Einnig gefur þetta landsmönnum í dreifðari byggðum tækifæri á að gerast virkir blóðgjafar í almannaþágu. Með því að nálgast blóðgjafa í nágrannabyggðum höfuðborgarinnar, fyrirtækjum, skólum og verslunarmiðstöðvum stuðlar Blóðbankinn að þjóðhagslegri hagræðingu þar sem fjarvistir blóðgjafa frá námi og starfi styttast með starfsemi bílsins. Nýleg bresk rannsókn hefur sýnt fram á mikilvægi þessa í þjóðhagslegu tilliti. Síðast en ekki síst styrkir blóðbankabíllinn ímynd Blóðbankans, blóðbankaþjónustunnar og mikilvægs sjálfboðastarfs blóðgjafa í almannaþágu.
Til að heimsækja heimasíðu Rauða krossins smellið þá hér