Það var fyrsta embættisverk hjá Siv Friðleifsdóttur, nýjum heilbrigðisráðherra, að koma í heimsókn á Landspítala - háskólasjúkrahús.
Siv tók við embætti í morgun, þriðjudaginn 7. mars 2006, og kom síðdegis á Barnaspítala Hringsins þar sem hún er öllum hnútum kunnug frá fyrri tíð
þegar hún var formaður byggingarnefndar spítalans.
Magnús Pétursson forstjóri LSH og framkvæmdastjórn spítalans tóku á móti ráðherranum ásamt sviðsstjórunum Ásgeiri Haraldssyni og Önnu Ólafíu Sigurðardóttur.
Ráðherra skoðaði fyrst aðstöðu á barnaspítalanum og sat síðan fund með framkvæmdastjórninni þar sem farið var yfir ýmis mál sem tengjast rekstri og starfsemi LSH.
Siv tók við embætti í morgun, þriðjudaginn 7. mars 2006, og kom síðdegis á Barnaspítala Hringsins þar sem hún er öllum hnútum kunnug frá fyrri tíð
þegar hún var formaður byggingarnefndar spítalans.
Magnús Pétursson forstjóri LSH og framkvæmdastjórn spítalans tóku á móti ráðherranum ásamt sviðsstjórunum Ásgeiri Haraldssyni og Önnu Ólafíu Sigurðardóttur.
Ráðherra skoðaði fyrst aðstöðu á barnaspítalanum og sat síðan fund með framkvæmdastjórninni þar sem farið var yfir ýmis mál sem tengjast rekstri og starfsemi LSH.