Jónínunefnd sem heilbrigðisráðherra skipaði haustið 2003 hefur skilað niðurstöðum sínum í skýrslu sem nefnist "Hver geri hvað í heilbrigðisþjónustunni".
Nefndin var undir forystu Jónínu Bjartmarz alþingismanns.
Eins og fram kemur í inngangi skýrslunnar var henni ætlað
"..að gera tillögur um hvernig endurskilgreina mætti verksvið Landspítala - háskólasjúkrahúss og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri með tilliti til breyttra þjóðfélagsaðstæðna. Skilgreina átti sérstaklega verksvið stofnananna sem hátæknisjúkrahúsa landsmanna, kennslustofnana, miðstöðva faglegrar þróunar, veitenda þjónustu á landsvísu og sem svæðisbundinna sjúkrahúsa. Var nefndinni einnig falið að skoða verkaskiptingu milli þessara stofnana og annarra í heilbrigðisþjónustu, svo sem einkarekinna læknastofa."
Skýrslan er birt í heild á vef heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins - smellið hér (PDF).Tillögur Jónínunefndarinnar
I. Tillögur er lúta að því að efla LSH og FSA sem burðarása í heilbrigðisþjónustu á Íslandi:
1. Nefndin telur:
Mikilvægt að við setningu nýrra laga um heilbrigðisþjónustu verði hlutverk og sérstaða LSH og FSA í heilbrigðiskerfinu lögfest.
2. Nefndin leggur til að:
a. Við endurgerð laga um heilbrigðisþjónustu verði skilgreindar þrjár tegundir sjúkrahúsa á Íslandi, þ.e. landssjúkrahús, svæðissjúkrahús og umdæmissjúkrahús.
b. LSH verði skilgreint sem landssjúkrahús.
c. Landinu verði skipt í tvö svæði sérhæfðrar sjúkrahúsþjónustu og LSH og FSA verði formlega skilgreind sem svæðissjúkrahús. LSH verði svæðissjúkrahús fyrir Suður-, Suðaustur- og Vesturland, Vestfirði og Austurland að hluta. FSA verði svæðissjúkrahús fyrir Norðurland og Austurland að hluta.
d. LSH verði umdæmissjúkrahús fyrir höfuðborgarsvæðið og FSA verði umdæmissjúkrahús fyrir Akureyri og nágrenni.
e. Heilbrigðisyfirvöld taki sérstakt tillit, m.a. í fjárveitingum, til landssvæða þar sem fjarlægðir og samgöngur valda því að það tekur meira en tvær klukkustundir að komast til svæðissjúkrahúsanna. Þau landssvæði sem huga þarf sérstaklega að m.t.t. þess hvernig öryggi sjúklinga verði best tryggt eru Vestfirðir, Suðausturland og Vestmannaeyjar.
f. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti feli forsvarsmönnum LSH og FSA frumkvæði að gerð samninga um sérhæfða sjúkrahúsþjónustu á því svæði sem þau bera ábyrgð á sem svæðissjúkrahús, til að tryggja gott aðgengi að slíkri þjónustu. Jafnframt hafi umdæmis- og svæðissjúkrahús samstarf um að gera starfsemisáætlun um sérhæfða sjúkrahúsþjónustu á svæðinu til tveggja til fimm ára í senn.
II. Tillögur er lúta að því að efla háskóla- og kennsluhlutverk LSH og FSA:
3. Nefndin leggur til að:
a. LSH verði formlega skilgreint sem háskólasjúkrahús og FSA sem kennslusjúkrahús landsmanna.
b. Þekking og aðstaða, sem fyrir hendi er á einkastofum heilbrigðisstarfsmanna og öðrum heilbrigðisstofnunum, verði nýtt við klíníska kennslu, þjálfun og rannsóknir nemenda í heilbrigðisvísindagreinum.
c. Samningar um klíníska kennslu og þjálfun verði gerðir að frumkvæði HÍ og HA með aðkomu LSH og FSA að jafnaði að þeim samningum.
d. Sá kostnaður er háskólastarfsemin ber með sér á hlutaðeigandi sjúkrahúsum verði skilgreindur sérstaklega.
e. Heimilað verði að ráða starfsmenn í stjórnunarstöður á heilbrigðisstofnunum tímabundið í allt að 5 ár.
f. LSH og FSA verði heimilað með lögum að eiga hlut í sprotafyrirtækjum sem byggð hafa verið upp á grundvelli vísindarannsókna sem unnar hafa verið á sjúkrahúsunum og að eiga, ráðstafa og fara með einkaleyfi er verða til vegna þeirra. Jafnframt verði heimilað að sjúkrahúsin fari með önnur fjárhagsleg réttindi og skyldur sem af rannsóknum leiða, í samræmi við lög nr. 72/2004 um uppfinningar starfsmanna og verði sú heimild sambærileg við 22. gr. laga nr. 116/1997 um háskóla.
III. Tillögur um fjármögnun:
4. Nefndin leggur til að:
a. Fjármögnun sjúkrahússþjónustu verði breytt í áföngum þannig að greiðslur til sjúkrahúsa verði að hluta til í formi fastra fjárveitinga, að hluta til verktengdar og tengdar gæðum. Hlutfall verktengdra greiðslna þarf að vera nægilega hátt til að vera hvatning til aukinna afkasta og skilvirkni.
b. Við fjárveitingar verði tekið tillit til breytilegra forsendna svo sem íbúafjölda og aldurssamsetningar til að sjúkrahúsin geti þróist áfram.
c. Greiðslufyrirkomulag ferliverka verði samræmt og komið á samræmdu skráningar- og framleiðslumælikerfi vegna sömu þjónustu innan og utan sjúkrahúsa.
d. Öll verk sem unnin eru sem ferliverk verði kostnaðargreind og skráð á ferliverkalista, eins og þann er lagður er til grundvallar í samningum um ferliverk sérgreinalækna.
e. Eftir að sjúklingar sem nýta sér ferliverkaþjónustu hafa náð afsláttarkjörum verði endurgreiðslur TR til sjúkrahúsanna sambærilegar og til aðila í einkarekstri.
IV. Tillögur um einn kaupanda á heilbrigðisþjónustu og ráðgefandi aðila:
5. Nefndin leggur til að:
a. Samningar um kaup á hvers kyns heilbrigðisþjónustu, sem greidd er af opinberu fé, verði á einni hendi innan stjórnsýslunnar. Skilgreindur verði einn kaupandi heilbrigðisþjónustu á landinu er hafi yfirsýn, geti metið kosti og valið þá viðskiptahætti sem hverju sinni eru taldir skila bestum árangri, s.s. bein kaup, útboð eða annars konar fyrirkomulag allt eftir aðstæðum.
b. Samhliða verði hlutverk kaupanda heilbrigðisþjónustu skilið frá hlutverki veitenda /seljanda heilbrigðisþjónustu.
c. Þverfagleg nefnd verði sett á stofn, kaupandanum og öðrum aðilum til ráðgjafar. Sú nefnd meti beiðnir um kaup á nýjum verkum eða nýjum aðferðum í heilbrigðisþjónustu, m.t.t. gagnreyndrar þekkingar, hagkvæmni, notagildis og ábata samfélagsins. Slíkt mat og kostnaðargreining liggi ætíð fyrir þegar ákvarðanir um kaup eru teknar. Hún veiti jafnframt ráðgjöf um hvað falli undir opinbera tryggingavernd, þ.e. hvaða verk almannatryggingar skuli greiða og að hvaða marki. Einnig meti nefndin þarfir íbúa m.a. fyrir mismunandi heilbrigðisþjónustu, gagnsemi hennar og á hvaða þjónustustigi hún verði best veitt. Jafnframt meti nefndin hvernig uppbygging ferliverkaþjónustu innan og utan sjúkrahúsa verði best samræmd. Þannig liggi þarfagreining til grundvallar stefnumörkun og áætlanagerð við uppbyggingu og kaup á heilbrigðisþjónustu.
V. Tillögur er lúta að þjónustugjöldum sjúklinga:
6. Nefndin leggur til að:
a. Þjónustugjöld sjúklinga verði endurskoðuð, samræmd og forsendur þeirra skilgreindar á gagnsæjan hátt.
b. Þess verði gætt að þjónustugjöld hindri ekki að sjúklingur geti leitað eftir nauðsynlegri þjónustu.
c. Fyrir meðferð sem að jafnaði er unnin sem ferliverk, skv. ferliverkalista, greiði sjúklingar sama verð fyrir sams konar meðferð, án tillits til þess hvort meðferð er veitt hjá sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmönnum, í legu á sjúkrahúsi, á dag- eða göngudeildum. Þetta á þó ekki við þegar ferliverkameðferð er veitt sjúklingi sem liggur á sjúkrahúsi af öðrum orsökum.
d. Við ákvörðun þjónustugjalda verði einkum litið til þess hvernig þau geta stuðlað að hagkvæmum rekstri, hagræðingu og eðlilegri samkeppni en jafnframt viðhaldið eðlilegu valfrelsi sjúklinga.
VI. Tillögur um samskipti og samvinnu aðila í heilbrigðisþjónustu:
7. Nefndin leggur til að:
Samninganefnd ráðherra taki, með forsvarsmönnum LSH og FSA, til sérstakrar skoðunar gerð samkomulags um hvernig samstarfi og kostnaði skuli háttað þegar upp koma fylgikvillar vegna meðferðar sem veitt er utan opinberra heilbrigðisstofnana og sem TR tekur þátt í að greiða. Lögð verði áhersla á samstarf veitenda þjónustu, öryggi sjúklinga, jafnræði og hagkvæmni.
8. Nefndin leggur til að:
a. Við mat á verkaskiptingu milli heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa verði einkum skoðaðar slysa- og bráðamóttökur með það fyrir augum að sjúklingar geti fengið úrlausn minni háttar heilsufarsvanda sem næst heimili sínu.
b. Lögð verði áhersla á uppbyggingu heimaþjónustu og komið verði á nánara samstarfi milli heilsugæslu, sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna í þessum málaflokki.
VII. Aðkallandi viðfangsefni:
9. Nefndin leggur til að:
Fjármunum verði veitt til uppbyggingar rafrænnar sjúkraskrár og miðlunar upplýsinga innan heilbrigðiskerfisins. Telur nefndin markvissar aðgerðir á þessu sviði vera áhrifaríkustu aðferðina til að efla öryggi sjúklinga og auka og bæta samskipti og samstarf milli aðila og einstaklinga innan heilbrigðisþjónustunnar og við hana. Jafnframt telur nefndin slíkar aðgerðir vera forsendu þess að LSH og FSA geti fyllilega rækt þær skyldur er á stofnanirnar eru lagðar.
10. Nefndin leggur til að:
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti vinni greinargerð um tilhögun sjúkratryggingaverndar og fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu í nágrannalöndunum. Jafnframt leggur nefndin til að við umfjöllun verði þessi tvö meginmál aðskilin, þ.e. annars vegar tryggingaverndin og hins vegar hvernig þjónustan er veitt eða hverjir veita hana.
11. Nefndin leggur til að:
Heilbrigðisyfirvöld láti meta fyrirsjáanleg áhrif þróunarinnar innan Evrópusambandsins á íslenska heilbrigðisþjónustu. Jafnframt verði gerðar tillögur um hvernig best verði staðið að nauðsynlegri og æskilegri aðlögun.
VIII. Hvernig aukinni fjárþörf heilbrigðiskerfisins er mætt:
12. Nefndin hvetur til umræðu um hvernig bregðast skuli við vaxandi fjárþörf vegna heilbrigðisþjónustu og m.a. verði skoðað:
a. Hvort fjárveitingar til heilbrigðisþjónustu á fjárlögum ríkisins verði auknar frá því sem nú er.
b. Hvort hækka skuli þjónustugjöld sjúklinga án þess að breyta tilhögun þeirra frá því sem nú er.
c. Hvort og þá að hvaða marki heimila skuli einstaklingum að greiða hærra gjald en almennum sjúklingshlut nemur, til að flýta þjónustu eða fá viðbótarþjónustu hjá þeim veitendum heilbrigðisþjónustu, sem fá greiðslur að einhverju leyti frá opinberum aðilum án þess að slíkt leiði til lakari þjónustu fyrir aðra.
d. Kostir og gallar þess að taka upp tvenns konar greiðslukerfi vegna ferliverka sem almannatryggingar greiða að hluta, sem reynt hefur verið í sumum Evrópulöndum, þannig að greiðsluþátttaka bæði almannatrygginga og sjúklinga geti verið breytileg. Valkostir sjúklinga og veitenda heilbrigðisþjónustu verði þannig auknir, sbr. umfjöllun og tillögur á bls. 48.
Mynd: Fullt hús á kynningarfundi í Öskju í Háskóla Íslands um skýrslu Jónínunefndar og um drög að nýjum heilbrigðislögum sem
Guðríðarnefnd samdi.
Nefndin var undir forystu Jónínu Bjartmarz alþingismanns.
Eins og fram kemur í inngangi skýrslunnar var henni ætlað
"..að gera tillögur um hvernig endurskilgreina mætti verksvið Landspítala - háskólasjúkrahúss og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri með tilliti til breyttra þjóðfélagsaðstæðna. Skilgreina átti sérstaklega verksvið stofnananna sem hátæknisjúkrahúsa landsmanna, kennslustofnana, miðstöðva faglegrar þróunar, veitenda þjónustu á landsvísu og sem svæðisbundinna sjúkrahúsa. Var nefndinni einnig falið að skoða verkaskiptingu milli þessara stofnana og annarra í heilbrigðisþjónustu, svo sem einkarekinna læknastofa."
Skýrslan er birt í heild á vef heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins - smellið hér (PDF).Tillögur Jónínunefndarinnar
I. Tillögur er lúta að því að efla LSH og FSA sem burðarása í heilbrigðisþjónustu á Íslandi:
1. Nefndin telur:
Mikilvægt að við setningu nýrra laga um heilbrigðisþjónustu verði hlutverk og sérstaða LSH og FSA í heilbrigðiskerfinu lögfest.
2. Nefndin leggur til að:
a. Við endurgerð laga um heilbrigðisþjónustu verði skilgreindar þrjár tegundir sjúkrahúsa á Íslandi, þ.e. landssjúkrahús, svæðissjúkrahús og umdæmissjúkrahús.
b. LSH verði skilgreint sem landssjúkrahús.
c. Landinu verði skipt í tvö svæði sérhæfðrar sjúkrahúsþjónustu og LSH og FSA verði formlega skilgreind sem svæðissjúkrahús. LSH verði svæðissjúkrahús fyrir Suður-, Suðaustur- og Vesturland, Vestfirði og Austurland að hluta. FSA verði svæðissjúkrahús fyrir Norðurland og Austurland að hluta.
d. LSH verði umdæmissjúkrahús fyrir höfuðborgarsvæðið og FSA verði umdæmissjúkrahús fyrir Akureyri og nágrenni.
e. Heilbrigðisyfirvöld taki sérstakt tillit, m.a. í fjárveitingum, til landssvæða þar sem fjarlægðir og samgöngur valda því að það tekur meira en tvær klukkustundir að komast til svæðissjúkrahúsanna. Þau landssvæði sem huga þarf sérstaklega að m.t.t. þess hvernig öryggi sjúklinga verði best tryggt eru Vestfirðir, Suðausturland og Vestmannaeyjar.
f. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti feli forsvarsmönnum LSH og FSA frumkvæði að gerð samninga um sérhæfða sjúkrahúsþjónustu á því svæði sem þau bera ábyrgð á sem svæðissjúkrahús, til að tryggja gott aðgengi að slíkri þjónustu. Jafnframt hafi umdæmis- og svæðissjúkrahús samstarf um að gera starfsemisáætlun um sérhæfða sjúkrahúsþjónustu á svæðinu til tveggja til fimm ára í senn.
II. Tillögur er lúta að því að efla háskóla- og kennsluhlutverk LSH og FSA:
3. Nefndin leggur til að:
a. LSH verði formlega skilgreint sem háskólasjúkrahús og FSA sem kennslusjúkrahús landsmanna.
b. Þekking og aðstaða, sem fyrir hendi er á einkastofum heilbrigðisstarfsmanna og öðrum heilbrigðisstofnunum, verði nýtt við klíníska kennslu, þjálfun og rannsóknir nemenda í heilbrigðisvísindagreinum.
c. Samningar um klíníska kennslu og þjálfun verði gerðir að frumkvæði HÍ og HA með aðkomu LSH og FSA að jafnaði að þeim samningum.
d. Sá kostnaður er háskólastarfsemin ber með sér á hlutaðeigandi sjúkrahúsum verði skilgreindur sérstaklega.
e. Heimilað verði að ráða starfsmenn í stjórnunarstöður á heilbrigðisstofnunum tímabundið í allt að 5 ár.
f. LSH og FSA verði heimilað með lögum að eiga hlut í sprotafyrirtækjum sem byggð hafa verið upp á grundvelli vísindarannsókna sem unnar hafa verið á sjúkrahúsunum og að eiga, ráðstafa og fara með einkaleyfi er verða til vegna þeirra. Jafnframt verði heimilað að sjúkrahúsin fari með önnur fjárhagsleg réttindi og skyldur sem af rannsóknum leiða, í samræmi við lög nr. 72/2004 um uppfinningar starfsmanna og verði sú heimild sambærileg við 22. gr. laga nr. 116/1997 um háskóla.
III. Tillögur um fjármögnun:
4. Nefndin leggur til að:
a. Fjármögnun sjúkrahússþjónustu verði breytt í áföngum þannig að greiðslur til sjúkrahúsa verði að hluta til í formi fastra fjárveitinga, að hluta til verktengdar og tengdar gæðum. Hlutfall verktengdra greiðslna þarf að vera nægilega hátt til að vera hvatning til aukinna afkasta og skilvirkni.
b. Við fjárveitingar verði tekið tillit til breytilegra forsendna svo sem íbúafjölda og aldurssamsetningar til að sjúkrahúsin geti þróist áfram.
c. Greiðslufyrirkomulag ferliverka verði samræmt og komið á samræmdu skráningar- og framleiðslumælikerfi vegna sömu þjónustu innan og utan sjúkrahúsa.
d. Öll verk sem unnin eru sem ferliverk verði kostnaðargreind og skráð á ferliverkalista, eins og þann er lagður er til grundvallar í samningum um ferliverk sérgreinalækna.
e. Eftir að sjúklingar sem nýta sér ferliverkaþjónustu hafa náð afsláttarkjörum verði endurgreiðslur TR til sjúkrahúsanna sambærilegar og til aðila í einkarekstri.
IV. Tillögur um einn kaupanda á heilbrigðisþjónustu og ráðgefandi aðila:
5. Nefndin leggur til að:
a. Samningar um kaup á hvers kyns heilbrigðisþjónustu, sem greidd er af opinberu fé, verði á einni hendi innan stjórnsýslunnar. Skilgreindur verði einn kaupandi heilbrigðisþjónustu á landinu er hafi yfirsýn, geti metið kosti og valið þá viðskiptahætti sem hverju sinni eru taldir skila bestum árangri, s.s. bein kaup, útboð eða annars konar fyrirkomulag allt eftir aðstæðum.
b. Samhliða verði hlutverk kaupanda heilbrigðisþjónustu skilið frá hlutverki veitenda /seljanda heilbrigðisþjónustu.
c. Þverfagleg nefnd verði sett á stofn, kaupandanum og öðrum aðilum til ráðgjafar. Sú nefnd meti beiðnir um kaup á nýjum verkum eða nýjum aðferðum í heilbrigðisþjónustu, m.t.t. gagnreyndrar þekkingar, hagkvæmni, notagildis og ábata samfélagsins. Slíkt mat og kostnaðargreining liggi ætíð fyrir þegar ákvarðanir um kaup eru teknar. Hún veiti jafnframt ráðgjöf um hvað falli undir opinbera tryggingavernd, þ.e. hvaða verk almannatryggingar skuli greiða og að hvaða marki. Einnig meti nefndin þarfir íbúa m.a. fyrir mismunandi heilbrigðisþjónustu, gagnsemi hennar og á hvaða þjónustustigi hún verði best veitt. Jafnframt meti nefndin hvernig uppbygging ferliverkaþjónustu innan og utan sjúkrahúsa verði best samræmd. Þannig liggi þarfagreining til grundvallar stefnumörkun og áætlanagerð við uppbyggingu og kaup á heilbrigðisþjónustu.
V. Tillögur er lúta að þjónustugjöldum sjúklinga:
6. Nefndin leggur til að:
a. Þjónustugjöld sjúklinga verði endurskoðuð, samræmd og forsendur þeirra skilgreindar á gagnsæjan hátt.
b. Þess verði gætt að þjónustugjöld hindri ekki að sjúklingur geti leitað eftir nauðsynlegri þjónustu.
c. Fyrir meðferð sem að jafnaði er unnin sem ferliverk, skv. ferliverkalista, greiði sjúklingar sama verð fyrir sams konar meðferð, án tillits til þess hvort meðferð er veitt hjá sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmönnum, í legu á sjúkrahúsi, á dag- eða göngudeildum. Þetta á þó ekki við þegar ferliverkameðferð er veitt sjúklingi sem liggur á sjúkrahúsi af öðrum orsökum.
d. Við ákvörðun þjónustugjalda verði einkum litið til þess hvernig þau geta stuðlað að hagkvæmum rekstri, hagræðingu og eðlilegri samkeppni en jafnframt viðhaldið eðlilegu valfrelsi sjúklinga.
VI. Tillögur um samskipti og samvinnu aðila í heilbrigðisþjónustu:
7. Nefndin leggur til að:
Samninganefnd ráðherra taki, með forsvarsmönnum LSH og FSA, til sérstakrar skoðunar gerð samkomulags um hvernig samstarfi og kostnaði skuli háttað þegar upp koma fylgikvillar vegna meðferðar sem veitt er utan opinberra heilbrigðisstofnana og sem TR tekur þátt í að greiða. Lögð verði áhersla á samstarf veitenda þjónustu, öryggi sjúklinga, jafnræði og hagkvæmni.
8. Nefndin leggur til að:
a. Við mat á verkaskiptingu milli heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa verði einkum skoðaðar slysa- og bráðamóttökur með það fyrir augum að sjúklingar geti fengið úrlausn minni háttar heilsufarsvanda sem næst heimili sínu.
b. Lögð verði áhersla á uppbyggingu heimaþjónustu og komið verði á nánara samstarfi milli heilsugæslu, sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna í þessum málaflokki.
VII. Aðkallandi viðfangsefni:
9. Nefndin leggur til að:
Fjármunum verði veitt til uppbyggingar rafrænnar sjúkraskrár og miðlunar upplýsinga innan heilbrigðiskerfisins. Telur nefndin markvissar aðgerðir á þessu sviði vera áhrifaríkustu aðferðina til að efla öryggi sjúklinga og auka og bæta samskipti og samstarf milli aðila og einstaklinga innan heilbrigðisþjónustunnar og við hana. Jafnframt telur nefndin slíkar aðgerðir vera forsendu þess að LSH og FSA geti fyllilega rækt þær skyldur er á stofnanirnar eru lagðar.
10. Nefndin leggur til að:
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti vinni greinargerð um tilhögun sjúkratryggingaverndar og fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu í nágrannalöndunum. Jafnframt leggur nefndin til að við umfjöllun verði þessi tvö meginmál aðskilin, þ.e. annars vegar tryggingaverndin og hins vegar hvernig þjónustan er veitt eða hverjir veita hana.
11. Nefndin leggur til að:
Heilbrigðisyfirvöld láti meta fyrirsjáanleg áhrif þróunarinnar innan Evrópusambandsins á íslenska heilbrigðisþjónustu. Jafnframt verði gerðar tillögur um hvernig best verði staðið að nauðsynlegri og æskilegri aðlögun.
VIII. Hvernig aukinni fjárþörf heilbrigðiskerfisins er mætt:
12. Nefndin hvetur til umræðu um hvernig bregðast skuli við vaxandi fjárþörf vegna heilbrigðisþjónustu og m.a. verði skoðað:
a. Hvort fjárveitingar til heilbrigðisþjónustu á fjárlögum ríkisins verði auknar frá því sem nú er.
b. Hvort hækka skuli þjónustugjöld sjúklinga án þess að breyta tilhögun þeirra frá því sem nú er.
c. Hvort og þá að hvaða marki heimila skuli einstaklingum að greiða hærra gjald en almennum sjúklingshlut nemur, til að flýta þjónustu eða fá viðbótarþjónustu hjá þeim veitendum heilbrigðisþjónustu, sem fá greiðslur að einhverju leyti frá opinberum aðilum án þess að slíkt leiði til lakari þjónustu fyrir aðra.
d. Kostir og gallar þess að taka upp tvenns konar greiðslukerfi vegna ferliverka sem almannatryggingar greiða að hluta, sem reynt hefur verið í sumum Evrópulöndum, þannig að greiðsluþátttaka bæði almannatrygginga og sjúklinga geti verið breytileg. Valkostir sjúklinga og veitenda heilbrigðisþjónustu verði þannig auknir, sbr. umfjöllun og tillögur á bls. 48.
Mynd: Fullt hús á kynningarfundi í Öskju í Háskóla Íslands um skýrslu Jónínunefndar og um drög að nýjum heilbrigðislögum sem
Guðríðarnefnd samdi.