Bergþór Grétar Böðvarsson hefur verið ráðinn fulltrúi notenda á geðsviði LSH. Það er nýjung að leita sérstaklega þannig til fyrrverandi notanda þjónustunnar til þess að leggja gott til starfsins og er tilraunaverkefni í 6 mánuði. |
Sviðsstjórarnir á geðsviði, Eydís Sveinbjarnardóttir og Hannes Pétursson, kátir með nýjum fulltrúa notenda á sviðinu þegar gengið var frá ráðningu hans föstudaginn 10. mars 2006. |
Tilgangur og markmið:
1. að efla notendaþekkingu á geðsviði LSH hjá starfsfólki sviðsins
2. að bæta ímynd og þjónustu geðsviðs LSH
3. sýna fram á að fyrrverandi notendur eigi fullt erindi í vinnu með fagfólki á geðheilbrigðisstofnun
4. auka samvinnu við notendur þjónustu geðsviðs LSH
5. auka formlega samvinnu gæðaráðs geðsviðs við notendur
Ábyrgð:
Fulltrúi notenda vinnur í náinni samvinnu við sviðsstjórn geðsviðs og formann gæðaráðs geðsviðs. Hann vinnur samkvæmt sýn og stefnu geðsviðs LSH.
Starfsvið:
· Tilraunaverkefni til 6 mánaða. Umbótar-og gæðaverkefni á geðsviði LSH
· Samskipti við notendur og starfsfólk
· Undirbúningur og framkvæmd námskeiða í "viðmóti" starfsfólks á geðsviði LSH í samvinnu við gæðaráð geðsviðs og verkefnastjóra á geðsviði LSH.
· Fullgildur meðlimur í gæðaráði geðsviðs samkvæmt erindisbréfi sviðsstjóra. Fundarseta a.m.k. tvisvar í mánuði.
Gæðaráð geðsviðs |
Um leið og skrifað var undir ráðningu fulltrúa notenda á geðsviði var erindisbréf gæðaráðs geðsviðs endurnýjað en fulltrúi notenda fær setu í því. |